Sport og Gróf skammbyssa í dag, Stöðluð í gær Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 10. apríl 2011 22:09

Í dag fór fram Íslandsmót í tveimur greinum í Egilshöllinni. Mótin hófust kl.9 um morguninn og því síðasta lauk ekki fyrr en undir hálf sjö um kvöldið. úrslitin eru komin á úrslitasíðuna hjá STÍ. Myndir frá þeim eru hérna. Karl Kristinsson varð Íslandsmeistari í Sport skammbyssu karla en Kristína Sigurðardóttir í kvennaflokki. Karlaliðið varð einnig meistari í liðakeppninni. Í Grófu byssunni varð Eiríkur Jónsson úr ÍFL meistari. Í Stöðluðu skammbyssunni í gær varð Karl Kristinsson Íslandsmeistari karla og Jórunn Harðardóttir í kvennaflokki.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá Ásgeiri í Kóreu 561 stig Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 09. apríl 2011 01:58

Ásgeir Sigurgeirsson hafnaði í 12.sæti á heimsbikarmótinu í Kóreu í nótt í Frjálsri skammbyssu. Hann bætti jafnframt eigið Íslandsmet sem hann setti í Svíþjóð fyrir tveimur árum, 555 stig í 561 stig. Hreint frábær árangur hjá honum og munaði engu að hann kæmist í 8 manna úrslit. Þeir voru 5 jafnir með 561 stig í 9.-14.sæti en síðasti maður inní úrslit var með 563 stig. Hrinurnar voru einnig afar afar góðar 91-92-94-95-94-95. Þess má einnig geta að hann er með flensu og kemur því árangur hans þægilega á óvart. Nú er bara að vona að hann nái sér vel á strik í Loftskammbyssukeppninni sem hefst á miðnætti sunnudagskvöldsins. Þetta er langbesti árangur Íslendings á heimbikarmótum frá upphafi. Ásgeir er aðeins 26 ára gamall og á því framtíðina fyrir sér.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi með Reykjavíkurmet Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 08. apríl 2011 23:42

Á Aprílmótinu í loftbyssugreinunum sigraði Guðmundur Helgi Christensen á nýju Reykjavíkurmeti í Loftriffli með 579 stig !!!  Annar varð Sigfús Tryggvi Blumenstein og í 3ja sæti varð Íris Eva Einarsdóttir. Í Loftskammbyssu sigraði Guðmundur Kr Gíslason með 553 stig, í 2.sæti varð Jórunn Harðardóttir  og í 3ja sæti Karl Kristinsson. Myndir eru á facebook síðu félagsins.



AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting mótanna komin Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 08. apríl 2011 13:34

Riðlaskipting mótanna um helgina er nú komin á  www.sti.is/frettir.htm

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Kórea í beinni í kvöld Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 08. apríl 2011 09:19

Ásgeir Sigurgeirsson keppir í Frjálsri skammbyssu á morgun laugardag. Hægt er fylgjast með í beinni hérna.

Hann byrjar keppni kl. 00:00 að okkar tíma, miðnætti í kvöld s.s. -9 klst munur

AddThis Social Bookmark Button
 
Bein lýsing frá Kóreu Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 08. apríl 2011 08:57

Ásgeir keppir í Frjálsu skammbyssunni á morgun, laugardag, og verður hægt að fylgjast með skorinu á netinu í beinni hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta > Síðasta >>

Síða 235 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing