Fimmtudagur, 02. júní 2011 10:33 |
Einsog allir vita er félagið okkar elsta íþróttafélag landsins. Í dag bættist enn eitt árið í söguna og fögnum við 144 ára afmæli þess. Á skotsvæðinu á Álfsnesi er heitt á könnunni og rjómavöfflur frá kl.12-17
|
|
Miðvikudagur, 01. júní 2011 15:27 |
Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í loftskammbyssunni á Smáþjóðaleikunum í Lichtenstein með 577+97,6 alls 674,6 stig og Tómas Viderö varð í 3ja sæti með 556+95,1 alls 651,1 stig.

|
Miðvikudagur, 01. júní 2011 14:03 |
Eftir undanrásir í loftskammbyssu karla er Ásgeir Sigurgeirsson í 1.sæti með 577 stig, Mirko Bugli frá San marinó með 566 stig og Tómas Viderö er í 3ja sæti með 556 stig. Næstu menn eru svo á 553 og 552 stigum. Úrslitin hefjast kl.14:30.
|
Miðvikudagur, 01. júní 2011 11:30 |
Jórunn var að tryggja sér silfurverðlaun í loftskammbyssu kvenna á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein. Skorið fyrir final var 568 stig.
|
Miðvikudagur, 01. júní 2011 08:34 |
Keppni í loftskammbyssu kvenna stendur nú yfir á Smáþjóðaleikunum. Jórunn keppir þar fyrir okkar hönd.
|
Þriðjudagur, 31. maí 2011 16:34 |
Jórunn Harðardóttir keppti í loftriffli í dag á Smáþjóðaleikunum. Hún var langt frá sínu besta og hafnaði í 10. sæti. Skorið var 89-83-93-88 eða alls 353 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 232 af 296 |