Fimmtudagur, 12. maí 2011 19:34 |
Á sunnudaginn fer fram stórrifflamót á Álfsnesi. Mótið er í boði Hlað og verða vegleg verðlaun í boði fyrir efstu menn. Lágmarkshlaupvídd riffla sem notaðir verða er 8,5mm. Mótið hefst kl.12:00 og fer skráning fram í Hlað til laugardags. Heimild fyrir mótinu á þessum tíma fékkst frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.
|
|
Fimmtudagur, 12. maí 2011 19:29 |
Að venju verður opið á Álfsnesi á laugardaginn kl. 10 til 18. Truflun verður á almenri umferð framan af vegna námskeiðs UST og lögreglunnar. Með góðan skammt af þolinmæði ætti það ekki að koma að sök.
|
Fimmtudagur, 12. maí 2011 08:50 |
OPIÐ verður á Álfsnesi í dag og á morgun kl. 17 til 21 !!!
|
Laugardagur, 07. maí 2011 20:25 |
Á Landsmóti STÍ í Skeet-haglabyssu í dag, sigraði Örn Valdimarsson í einstaklingskeppninni og meistaraflokki, Óskar R.Karlsson sigraði í unglingaflokki, Gunnar Sigurðsson í öldungaflokki, Stefán G.Örlygsson í 2.flokki, Guðmundur Pálsson í 0.flokki og svo sigraði A-liðið okkar í liðakeppninni með þá Örn Valdimarsson, Þorgeir M.Þorgeirsson og Stefán G.Örlygsson innanborðs. Nánari úrslit eru hérna og svo eru komnar myndir inná fésbókina. Einnig skemmtilegar videomyndir sem Óskar Þórðarson tók af finalnum hérna.
|
Fimmtudagur, 05. maí 2011 08:53 |
Á laugardaginn verður haldið landsmót í haglabyssu-skeet á völlum félagsins á Álfsnesi. Lokað verður á þeim fyrir almennri umferð á meðan mótið stendur yfir. Riðlaskiptingin er komin hérna. Keppnisæfingar verða á fostudag kl.17:30 til 20:00
|
Fimmtudagur, 05. maí 2011 08:43 |
Hið árlega Christensenmót í loftbyssugreinunum var haldið í gærkvöldi í Egilshöllinni. Að venju sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu og Jórunn Harðardóttir í loftriffli. Einnig bætti Númi Ólafsson Íslandsmet sitt í loftriffli unglinga. Úrslitablaðið er hérna og svo eru myndir inná myndasíðunni á fésinu.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 232 af 291 |