| 
		Þriðjudagur, 17. maí 2011 21:27	 | 
 
| 
  Kynning verður á föstudaginn kl.16 til 20 í riffilskýlinu á Álfsnesi á rifllum frá Sig Sauer sem Hlað stendur fyrir. Athugið að lokað er fyrir almenna starfsemi félagsins að öðru leyti. 
 | 
 
 
 
		 
		 | 
	
		
		
							
					
	| 
		Þriðjudagur, 17. maí 2011 11:17	 | 
 
| 
 Framundan er opnun á miðvikudag, fimmtudag og laugardag. Sjá nánar undir Opnunartíma 
 | 
 
 
 
	| 
		Þriðjudagur, 17. maí 2011 07:03	 | 
 
| 
  Skammbyssuskyttan okkar hann Ásgeir Sigurgeirsson, byrjar keppni í dag, kl.14:00 að íslenskum tíma, á heimsbikarmótinu í Fort Benning í Bandaríkjunum. Hann keppir í loftskammbyssu í dag. Hægt er að fylgjast með gangi mála hérna. Á laugardaginn keppir hann svo í frjálsri skammbyssu en tímasetningu er hægt að skoða hérna. 
 | 
 
 
 
	| 
		Mánudagur, 16. maí 2011 20:56	 | 
 
| 
 Athugið að skráningu keppenda á Landsmótið í Skeet sem verður haldið um næstu helgi í Þorlákshöfn lýkur á morgun. Ekki verður hægt að skrá sig eftir annað kvöld ! Okkar keppendur þurfa að senda skráningu á 
 Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
  !! 
 | 
 
 
 
	| 
		Sunnudagur, 15. maí 2011 19:32	 | 
 
| 
  Á stórrifflamóti Hlað og SR í dag, "Hlað Big Bore", sigraði Eiríkur Björnsson með 79 stig og hlaut í verðlaun ferð með Icelandair til Evrópu. Hann notaði CZ550 í cal.458Lott. Í öðru sæti varð Erlingur Guðleifsson með 74 stig en hann var með Tikka í cal.9,3x62. Í þriðja sæti hafnaði Pálmi S.Skúlason með 73 stig og notaði hann Sako í cal.416Rem. Alls mættu 23 keppendur til leiks. Nánari úrslit á hlad.is og svo eru nokkrar myndir frá mótinu hérna. 
 | 
 
 
 
	| 
		Fimmtudagur, 12. maí 2011 19:34	 | 
 
| 
  Á sunnudaginn fer fram stórrifflamót á Álfsnesi. Mótið er í boði Hlað og verða vegleg verðlaun í boði fyrir efstu menn. Lágmarkshlaupvídd riffla sem notaðir verða er 8,5mm. Mótið hefst kl.12:00 og fer skráning fram í Hlað til laugardags. Heimild fyrir mótinu á þessum tíma fékkst frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. 
 | 
 
 
 
				 | 
				
		 
		 
	 | 
	
		<< Fyrsta < Fyrri 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta > Síðasta >>		
  
	 | 
	| 
		Síða 238 af 298	 |