|
Laugardagur, 18. júní 2011 10:53 |
|
Ásgeir var að ljúka undankeppninni á nýju glæsilegu Íslandsmeti, 565 stig. Hann endaði í 4.sæti í seinni riðlinum. Skorin voru fín, 97 92 94 96 93 93. Á morgun er svo aðalkeppnin.
|
|
|
Laugardagur, 18. júní 2011 09:36 |
|
Í dag keppir Ásgeir Sigurgeirsson í forkeppninni í Frjálsri skammbyssu á heimbikarmótinu í München. Hægt er að fylgjast með hérna. Ef hann kemst áfram keppir hann í aðalkeppninni kl. 6:30 í fyrramálið. Keppni í Loftskammbyssu er á þriðjudaginn.
|
|
Miðvikudagur, 15. júní 2011 21:01 |
|
Landsmót í Skeet verður haldið á Húsavík um helgina. Við sendum þangað 4 menn til keppni.
|
|
Miðvikudagur, 15. júní 2011 20:59 |
|
Ásgeir Sigurgeirsson er að fara til Þýskalands í fyrramálið til keppni á heimsbikarmótinu í München. Hann keppir þar í bæði Frjálsri skammbyssu og Loftskammbyssu. Við reynum að birta hér fréttir af gangi mála jafnóðum og þær berast.
|
|
Miðvikudagur, 15. júní 2011 20:55 |
|
Flottir fulltrúar okkar á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein komu öll með verðlaunapening tilbaka. Riffilkallarnir Guðmundur Helgi Christensen með gull og Jón Þór Sigurðsson með brons í aftari röð. Í fremri röð Tómas Viderö með brons í loftskammbyssu, Ásgeir Sigurgeirsson með gull í loftskammbyssu og Jórunn Harðardóttir með silfur í loftskammbyssu.

|
|
Miðvikudagur, 15. júní 2011 20:49 |
|
Gunnar Sigurðsson sigraði á Júnímótinu í skeet sem haldið var á þriðjudaginn. Í öðru sæti varð Örn Valdimarsson og Hjörtur Sigurðsson varð í 3ja sæti. Úrslit og mynd á Facebook síðu félagsins.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 233 af 298 |