Ásgeir færist upp á Evrópulistanum Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 04. maí 2011 07:02

Evrópska skotsambandið var að gefa út nýjan stöðulista í morgun. Ásgeir Sigurgeirsson tók stökk á listanum yfir bestu skotmenn Evrópu í frjálsri skammbyssu og er nú kominn uppí 19.sæti. Þetta er besta staða íslensks skotmanns í Evrópu frá upphafi mælinga. Hann er langfremstur Norðurlandabúa en næstur þeirra er Finni í 40.sæti. Framundan hjá Ásgeiri er þátttaka á heimsbikarmóti í Bandaríkjunum um miðjan Maí og eins á heimbikarmótinu í Þýskalandi í júní. Einnig er hann að fara á Smáþjóðaleikana í Liechtenstein í byrjun júní.

AddThis Social Bookmark Button
 
Christensen mótið á miðvikudaginn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 01. maí 2011 15:42

Minnum alla á hið árlega Christensenmót í loftskammbyssu og loftriffli á miðvikudaginn. Keppendur skrá sig á staðnum og geta byrjað að skjóta frá kl.16 til 20. Keppt er í opnum flokki í báðum greinum og skotið 60 skotum. Athugið að lokað er fyrir almennar æfingar þann daginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótin í dag, úrslit og myndir Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 30. apríl 2011 18:36

Íslandsmótinu í loftbyssugreinunum er nú lokið. Steinunn Guðmundsdóttir úr SKA setti nýtt Íslandsmet í unglingaflokki kvenna í loftskammbyssu, bæði með og án final, Númi Ólafsson úr SFK jafnaði Íslandsmetið í unglingaflokki án final og svo setti kvennasveit SR Íslandsmet í loftskammbyssu. Í loftskammbyssu karla varð Ásgeir Sigurgeirsson Íslandsmeistari, í loftskammbyssu kvenna Jórunn Harðardóttir, í loftriffli karla Guðmundur Helgi Christensen, í loftriffli kvenna Íris Eva Einarsdóttir, í liðakeppni karla A-sveit Skotfelags Reykjavíkur (Ásgeir Sigurgeirsson,Guðmundur Kr.Gíslason,Guðmundur H.Christensen), í liðakeppni kvenna A-sveit Skotfélags Reykjavíkur (Jórunn Harðardóttir,Kristína Sigurðardóttir,Inga Birna Erlingsdóttir). Eins voru krýndir Íslandsmeistarar í öllum flokkum karla og kvenna. Myndir eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Lokað í Egilshöll en að mestu opið á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 29. apríl 2011 20:55

Athugið að það er lokað í Egilshöllinni fyrir almennar æfingar á morgun vegna Íslandsmótsins í Loftbyssugreinunum sem haldið er þar. Á Álfsnesi verður truflun á starfseminni vegna skotvopnanámskeiðs UST og lögreglunnar. Það námskeið stendur yfir frá kl. 10 til ca 14. Hægt verður að skjóta en áréttað að námskeiðin ganga fyrir almennum æfingum á meðan þau standa yfir.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riffilnefnd SR sett á laggirnar Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 29. apríl 2011 20:50

Riffilnefnd SR hefur verið sett á laggirnar. Í henni sitja Magnús Sigurðsson sem er formaður hennar, Hjálmar Ævarsson og Kjartan Friðriksson. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir á fleygiferð upp heimslistann !! Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 29. apríl 2011 11:26

Ásgeir Sigurgeirsson er kominn uppí 28.sæti á heimslistanum í Frjálsri skammbyssu. Hann rauk upp listann eftir frábæran árangur á heimsbikarmótinu í Kóreu um daginn. Hann var í 89.sæti á síðasta list. Í Loftskammbyssunni færðist hann úr 55.sæti í það 60. en hann átti við veikindi að stríða á mótinu í Kóreu og var þar langt frá sínu besta. Annars hreint frábær staða en enginn Íslendingur hefur áður komist svo hátt á Heimslista í skotfimi.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta > Síðasta >>

Síða 233 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing