Mánudagur, 11. október 2010 19:58 |
Undanfarin ár höfum við tekið þátt á sænska meistaramótinu, Allsvenskan Luftpistolserien, í loftskammbyssukeppni. Í fyrra varð Ásgeir Sigurgeirsson efstur allra eftir allar 7 umferðirnar með 97 að meðaltali í hverri hrinu. Sjá heimasíðu Svíanna. A lið félagsins varð í öðru sæti í næst efstu deild í fyrra og keppir því að líkindum í efstu deild þetta árið.
|
|
Fimmtudagur, 07. október 2010 09:58 |
Í gærkvöldi fór fram fyrsta skammbyssukeppni vetrarins í Egilshöll. Keppt er í 30 skota sportskammbyssu og eingöngu skotið á langa tímanum. Karl kristinsson sigraði með 274 stig, Jórunn harðardóttir varð önnur með 271 stig og Kolbeinn Björgvinsson þriðji með 260 stig. Þessi keppni verðru haldin fyrsta miðvikudag í mánuði framá vor og gilda 3 bestu mótin við ákvörðun á lokasigurvegara. Hér eru úrslitin.
|
Sunnudagur, 03. október 2010 21:51 |
Vetrarstarfið í Egilshöllinni hefst á morgun, mánudaginn 4.okt kl.19-21. Opið verður í vikunni kl. 19-21 mánudag til fimmtudags, og svo á laugardaginn kl.11-13. Á Álfsnesi verður opið þirðjudag kl.16-19, fimmtudag kl.17-19 og svo á laugardaginn kl.12-18. Á laugardögum í október og svo fyrstu tvo laugardaga í nóvember hefst námskeið UST og lögreglu kl.11 og truflar því aðeins almenna starfsemi sem hefst alltaf kl.12 þessa daga. Ekki fékkst undanþága hjá Heilbrigðiseftriliti Reykjavíkur til að hefja námskeiðin kl.10 að morgni til að trufla sem minnst starfsemi félagsins um helgar en einsog öllum er kunnugt þótti ekki rétt að veita félaginu leyfi til að hafa æfingar á sunnudögum. Væntanlega er þetta eina frístundastarfið á landinu sem ekki er leyfilegt að stunda á sunnudögum.
|
Föstudagur, 01. október 2010 18:17 |
Rifflanefnd Skotfélags Reykjavíkur ætlar að halda Bench Rest skotmót sunnudaginn 10. Október. Mæting er stundvíslega kl.11:00 en fyrst hrinan verður skotin kl:12:00 Skotið verður svokallað „Varmint for score“ á 200 metrum samkvæmt amerískri fyrirmynd. Í stórum dráttum gengur það út á að hitta miðpunkt skotskífu sem er ½ tomma og stig gefin eftir því. Keppnin samanstendur af því að skotnar verða 5 skífur með 5 punktum hver, samtals 25 skot sem ákvarða árangur. Á hverri skífu er punktur sem skjóta má að vild, svokallaður sighter. Á undan fyrstu keppnisskífunni er skotið á eina skífu svokallað „warm- up“ til þess að menn geti stillt sig inn og áttað sig á vindi eða öðrum skilyrðum. Fyrir warm- up hrinuna hafa menn 10 mínútur en 7 mínútur fyrir hinar. Allir rifflar eru gjaldgengir og allir sjónaukar leyfilegir. Skotið er af resti og sandpoka eða tvífæti ef menn vilja. Mussle break eru ekki heimil. Ef þátttaka gefur tilefni til gæti verið um það að ræða að keppendum yrði skipt í flokka það er að segja Benchrest riffla og aðra riffla þannig að keppendur kepptu á meiri jafnréttisgrundvelli en ella. Einhverjar veitingar verða á boðstólum eftir að móti lýkur. Mótsgjald er kr.1000 Til þess að auðvelda umsjónarmönnum mótsins undirbúning er farið fram á að keppendur skrái sig til keppni fyrir 6. Október. Tilgreina þarf riffil og sjónauka hlaupvídd gerð skothylkis og kúlu. Skráningu er hægt að senda á e-mail:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Allir skotmenn eru velkomnir, mótið er ekki einskorðað við félagsmenn SR. Fyrir hönd rifflanefndar SR Bergur Arthursson
|
Fimmtudagur, 23. september 2010 17:07 |
Mótaskrá kúlugreina er komin út og er birt á heimasíðu Skotíþróttasambandsins.
|
Fimmtudagur, 23. september 2010 16:34 |
Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir – Frjálsíþróttasamband ÍslandsÁsgeir Sigurgeirsson – Skotíþróttasamband Íslands
|
Nánar...
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 245 af 291 |