Ásgeir og Tryggvi sigruðu í kvöld Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 31. mars 2011 22:32

Á Superfinal mótinu í kvöld sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu eftir spennandi keppni. Í loftriffilkeppninni vann Sigfús Tryggvi Blumenstein. Fjöldi áhorfenda mætti og hvatti keppendur með áhöldum úr búsáhaldabyltingunni. Fjöldi keppenda mætti til leiks, 15 í loftskammbyssu og 7 í loftriffil.

AddThis Social Bookmark Button
 
MÓT á FIMMTUDAG í SúperFinal Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 28. mars 2011 17:14

Á fimmtudaginn, 31.mars, verður haldið innanfélagsmót í SÚPERFINAL. Allir félagsmenn okkar eru gjaldgengir óháð keppnisrétti.

Hann hefst kl.20:00 og því þurfa keppendur að vera mættir 30 mín fyrr.

Þið getið mætt frá kl.18:00 og æft ykkur áður en finalinn hefst.

Hann fer þannig fram að við skjótum öll samtímis eitt skot á skífu. Sá sem á lægsta skorið fellur út og svo koll af kolli þar til einn situr eftir sem sigurvegari. Engin skor verða skráð því þetta er útsláttarkeppni.

Ætlast er til að áhorfendur láti í sér heyra á meðan keppt er og köll og klöpp eru algerlega heimil, s.s. enginn friður. Þetta er svipað fyrirkomulag og hefur verið prófað á nokkrum alþjóðlegum mótum undanfarið og fengið frábærar viðtökur.

Kveðja

Gummi Gísla

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir Íslandsmeistari í Frjálsri skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. mars 2011 17:11

Ásgeir Sigurgeirsson sigraði með 529 stig, á Íslandsmótinu í Frjálsri skammbyssu í dag. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir með 493 stig og í 3ja sæti varð Guðmundur H.Christensen með 483 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir hefur lokið keppni á EM Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 05. mars 2011 09:45
Ásgeir endaði í 41 sæti af 60 á EM í Brescia. Franck Dumoulin frá Frakklandi er efstur inní úrslit með 589 stig en finalinn hefst kl.13:0 í dag
AddThis Social Bookmark Button
 
Skorlýsing frá EM á morgun, laugardag Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 04. mars 2011 23:24

Ásgeir Sigurgeirsson keppir í fyrramálið á Evrópumótinu í Brescia. Keppni hefst kl.08:00 að okkar tíma og 8 manna úrslit kl.13:00. Skorlýsing er send út beint hérna. Einnig sýna ítölsku sjónvarpsrásirnar RAISPORT1 og 2 frá úrslitunum. Heimasíða keppninnar er svo hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Úrslit Bikarmótsins Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 27. febrúar 2011 09:45
Á Bikarmeistaramóti STÍ í loftbyssugreinunum, unnu okkar keppnismenn alla titlana. Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í karlaflokki og Jórunn Harðardóttir í kvennaflokki í loftskammbyssunni. Í loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen og í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir. Í liðakeppninni sigraði A-lið okkar og B-liðið varð í 3.sæti. Nánari úrslit hérna og myndir hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>

Síða 245 af 299

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing