Ásgeir með 577 stig í morgun Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 03. ágúst 2010 08:24
Ásgeir endaði með 577 stig í loftskammbyssunni í morgun á HM í Þýskalandi. Hann er sem stendur í 20.sæti af um 140 keppendum. Honum gekk bara ansi vel en átti tvær hrinur sem drógu hann niður en skorið var 99 94 96 97 98 93. Samt sem áður er þetta útkoma sem hann ætti að vera mjög ánægður með og er fínt í reynslubankann.
AddThis Social Bookmark Button
 
Skotfimi í beinni útsendingu Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 31. júlí 2010 11:18
Á meðan heimsmeistaramótið í skotfimi fer fram, eru beinar útsendingar á netinu frá öllum úrslitum, í öllum greinum. Farið er á heimasíðu ISSF hérna og síðan valið hægra megin á síðunn LIVE TV.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir komst ekki áfram Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 31. júlí 2010 11:15
Ásgeir keppti í frjálsu skammbyssunni í morgun en komst ekki áfram uppúr undankeppninni.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir keppir í fyrramálið Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 30. júlí 2010 09:11

Ásgeir Sigurgeirsson keppir í Frjálsri skammbyssu á Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi á morgun laugardag og er hann í fyrri riðlinum sem hefst kl.06:00 að okkar tíma. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu ISSF. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Heimsmeistaramótið í Þýskalandi hefst um helgina Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 27. júlí 2010 10:45
Heimsmeistaramót ISSF í skotfimi hefst um helgina. Við eigum þar tvo keppendur , þá Ásgeir Sigurgeirsson sem keppir í Frjálsri skammbyssu og Loftskammbyssu, og Örn Valdimarsson sem keppir í skeet. Nánar um keppnistímann hjá þeim er á www.sti.is.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ragnar Skanåker á Íslandi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 23. júlí 2010 08:02
Einn þekktasti skotmaður allra tíma og einn þekktasti íþróttamaður Svía, Ragnar Skanåker, er nú staddur hér á landi. Hann verður hér við þjálfun Ásgeirs Sigurgeirssonar næstu daga. Hann hefur verið honum innan handar undanfarið ár og mun fylgja honum eftir næstu misseri. Ragnar er fæddur árið 1934 en er í fullu fjöri ennþá. Hann vann til að mynda sænska meistaramótið í loftskammbyssu á síðasta ári. Hann hefur 4 sinnum staðið á verðlaunapalli Ólympíuleika í Frjálsri skammbyssu, vann gullið 1972, tvö silfur 1984 og 1988, og svo bronsverðlaun árið 1992. Hann tók samtals þátt í 7 ólympíuleikum og var boðið sérstaklega af Alþjóða Ólympíunefndinni að taka þátt í Aþenuleikunum 2004 en sænska nefndin heimilaði honum það ekki sökum slaks árangurs það ár. Hann hefur einnig unnið Heimsmeistaratitla í Loftskammbyssu árið 1983 og í Staðlaðri skammbyssu 1978 á nýju heimsmeti, 583 stig, sem enn stendur sem Evrópumet. Þess má einnig geta að sænska metið hans í Frjalsri skammbyssu, 583 stig, er tveimur stigum hærra en gildandi heimsmet.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>

Síða 245 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing