Therese Lundquist won LGP 2010 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 18. september 2010 19:37
Hin tvítuga Therese Lundquist frá Svíþjóð sigraði á Alþjóðlega Ladies Grand Prix mótinu í skeet í dag. Í öðru sæti varð Mariut Heinonen frá Finnlandi og í því þriðja Hilegard Beck frá Þýskalandi. Í B-úrslitum sigraði Maria Olafsson frá Svíþjóð, Chiara Costa frá Slóveníu varð í öðru sæti og svo Anita larsson frá Svíþjóð í þriðja sæti. Úrtslitin eru hérna (results) og myndir frá mótinu eru að koma hérna (photos).
AddThis Social Bookmark Button
 
Ladies Grand Prix fyrri dagur Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 17. september 2010 17:55
Staðan eftir fyrri daginn er komin hérna (score after day 1 here). Myndir frá deginum eru einnig komnahérna (photos from day 1 here)
AddThis Social Bookmark Button
 
Tímatafla mótsins er komin Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 15. september 2010 21:21

Tímatafla og riðlaskipting mótsins er nú komin hérna 

AddThis Social Bookmark Button
 
Ladies Grand Prix hefst á fimmtudaginn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 10. september 2010 20:13
Í vikunni fer fram keppni í haglabyssy-skeet sem heitir Ladies Grand Prix, en eingöngu konum er heimil þátttaka. Mótið fer fram á völlum Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Setning mótsins fer fram á Álfsnesi að morgni fimmtudagsins 16.september kl.10:00 og
verða æfingar þann daginn til kl.15:00
 
Keppendur á mótinu er 6 íslenskar skotkonur og 14 erlendar. Keppt er bæði föstudaginn 17. sept, en þá hefst keppnin kl. 10:00 og síðan laugardaginn 18.september kl.11:00.Skotnir verða 3 hringir ( 75 leirdúfur ) hvorn daginn og síðan er keppt til úrslita í A og B flokkum á laugardeginum. Keppendum verður skipt í 4 riðla, 5 í hverjum og keppt á 2 völlum. 
  
AddThis Social Bookmark Button
 
Fín mæting á Grafarvogsdeginum í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 07. september 2010 21:00
Hátt í 50 manns kíktu við í aðstöðu SR í Egilshöll á Grafarvogsdeginum síðastliðinn laugardag. Æfingastjórar voru viðstaddir og kynntu þeir aðstöðuna og keppnisgreinar í skotfimi fyrir gestum og gangandi. Þeir gestir sem náð höfðu 18 ára aldri fengu að skjóta af loftrifflum og loftskammbyssum félagsins auk þess sem 15-17 ára gestir fengu einnig að spreyta sig með leyfi foreldra/forráðamanns. Ungir jafn sem aldnir sýndu meistaratakta og sýndu margir áhuga á því að fá frekari tilsögn á komandi æfingatímabili. 
AddThis Social Bookmark Button
 
Bikarmótið í skeet í Þorlákshöfn um helgina Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 03. september 2010 17:57
Bikarmeistaramótið í skeet fer fram á skotvelli SFS í Þorlákshöfn um helgina. Fyrir mótið eru þessir að berjast um Bikarmeistaratitilinn: Sigurþór Jóhannesson,SÍH með 45 stig, Örn Valdimarsson,SR með 44 stig, Hörður Sigurðsson,SÍH með 42 stig og svo eru jafnir með 39 stig Hákon þ.Svavarsson,SFS, Bergþór Pálsson,MAV,Guðmann Jónasson,MAV og Guðlaugur Þ.Bragason,SA.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>

Síða 246 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing