Laugardagur, 18. september 2010 19:37 |
Hin tvítuga Therese Lundquist frá Svíþjóð sigraði á Alþjóðlega Ladies Grand Prix mótinu í skeet í dag. Í öðru sæti varð Mariut Heinonen frá Finnlandi og í því þriðja Hilegard Beck frá Þýskalandi. Í B-úrslitum sigraði Maria Olafsson frá Svíþjóð, Chiara Costa frá Slóveníu varð í öðru sæti og svo Anita larsson frá Svíþjóð í þriðja sæti. Úrtslitin eru hérna (results) og myndir frá mótinu eru að koma hérna (photos).
|
|
Föstudagur, 17. september 2010 17:55 |
Staðan eftir fyrri daginn er komin hérna (score after day 1 here). Myndir frá deginum eru einnig komnar hérna (photos from day 1 here)
|
Miðvikudagur, 15. september 2010 21:21 |
Tímatafla og riðlaskipting mótsins er nú komin hérna
|
Föstudagur, 10. september 2010 20:13 |
Í vikunni fer fram keppni í haglabyssy-skeet sem heitir Ladies Grand Prix, en eingöngu konum er heimil þátttaka. Mótið fer fram á völlum Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Setning mótsins fer fram á Álfsnesi að morgni fimmtudagsins 16.september kl.10:00 og verða æfingar þann daginn til kl.15:00 Keppendur á mótinu er 6 íslenskar skotkonur og 14 erlendar. Keppt er bæði föstudaginn 17. sept, en þá hefst keppnin kl. 10:00 og síðan laugardaginn 18.september kl.11:00.Skotnir verða 3 hringir ( 75 leirdúfur ) hvorn daginn og síðan er keppt til úrslita í A og B flokkum á laugardeginum. Keppendum verður skipt í 4 riðla, 5 í hverjum og keppt á 2 völlum.
|
Þriðjudagur, 07. september 2010 21:00 |
Hátt í 50 manns kíktu við í aðstöðu SR í Egilshöll á Grafarvogsdeginum síðastliðinn laugardag. Æfingastjórar voru viðstaddir og kynntu þeir aðstöðuna og keppnisgreinar í skotfimi fyrir gestum og gangandi. Þeir gestir sem náð höfðu 18 ára aldri fengu að skjóta af loftrifflum og loftskammbyssum félagsins auk þess sem 15-17 ára gestir fengu einnig að spreyta sig með leyfi foreldra/forráðamanns. Ungir jafn sem aldnir sýndu meistaratakta og sýndu margir áhuga á því að fá frekari tilsögn á komandi æfingatímabili.
|
Föstudagur, 03. september 2010 17:57 |
Bikarmeistaramótið í skeet fer fram á skotvelli SFS í Þorlákshöfn um helgina. Fyrir mótið eru þessir að berjast um Bikarmeistaratitilinn: Sigurþór Jóhannesson,SÍH með 45 stig, Örn Valdimarsson,SR með 44 stig, Hörður Sigurðsson,SÍH með 42 stig og svo eru jafnir með 39 stig Hákon þ.Svavarsson,SFS, Bergþór Pálsson,MAV,Guðmann Jónasson,MAV og Guðlaugur Þ.Bragason,SA.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 246 af 291 |