Heimsmeistaramótið í Þýskalandi hefst um helgina Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 27. júlí 2010 10:45
Heimsmeistaramót ISSF í skotfimi hefst um helgina. Við eigum þar tvo keppendur , þá Ásgeir Sigurgeirsson sem keppir í Frjálsri skammbyssu og Loftskammbyssu, og Örn Valdimarsson sem keppir í skeet. Nánar um keppnistímann hjá þeim er á www.sti.is.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ragnar Skanåker á Íslandi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 23. júlí 2010 08:02
Einn þekktasti skotmaður allra tíma og einn þekktasti íþróttamaður Svía, Ragnar Skanåker, er nú staddur hér á landi. Hann verður hér við þjálfun Ásgeirs Sigurgeirssonar næstu daga. Hann hefur verið honum innan handar undanfarið ár og mun fylgja honum eftir næstu misseri. Ragnar er fæddur árið 1934 en er í fullu fjöri ennþá. Hann vann til að mynda sænska meistaramótið í loftskammbyssu á síðasta ári. Hann hefur 4 sinnum staðið á verðlaunapalli Ólympíuleika í Frjálsri skammbyssu, vann gullið 1972, tvö silfur 1984 og 1988, og svo bronsverðlaun árið 1992. Hann tók samtals þátt í 7 ólympíuleikum og var boðið sérstaklega af Alþjóða Ólympíunefndinni að taka þátt í Aþenuleikunum 2004 en sænska nefndin heimilaði honum það ekki sökum slaks árangurs það ár. Hann hefur einnig unnið Heimsmeistaratitla í Loftskammbyssu árið 1983 og í Staðlaðri skammbyssu 1978 á nýju heimsmeti, 583 stig, sem enn stendur sem Evrópumet. Þess má einnig geta að sænska metið hans í Frjalsri skammbyssu, 583 stig, er tveimur stigum hærra en gildandi heimsmet.
AddThis Social Bookmark Button
 
Úrslit frá Hlað-Norma riffilmótinu á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. júlí 2010 13:12

Arnfinnur A.Jónsson sigraði á riffilmótinu á laugardaginn með 168 stig, en Kristmundur Skarphéðinsson kom fast á hæla hans með 167 stig. Í 3ja sæti varð svo Eyjólfur Óskarsson með 162 stig. 22 skotmenn mættu á mótið sem tókst í alla staði afar vel. 

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Örn hlaut silfur á Blönduósi. Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. júlí 2010 09:38
Á landsmótinu í skeet sem haldið var á Blönduósi um helgina hafnaði Örn Valdimarsson í öðru sæti eftir spennandi keppni við nokkra stórskjótara. Þorgeir M.Þorgeirsson varð í 8.sæti og síðan öldungarnir okkar þeir Gunnar Sigurðsson í 15.sæti og Guðbrandur Kjartansson í 18.sæti. Úrslitin eru komin hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Reglur um haglabúnt,klippikort og árs-æfingagjöld Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 05. júlí 2010 09:45

Að gefnu tilefni er rétt að minna á neðangreinda reglu um afsláttarkjör:

1. Aðeins félagsmenn með greitt árgjald geta fengið keypt haglabúnt, klippikort og árs-æfingakort

2. Ofangreint er eingöngu gilt ef viðkomandi er með greitt árgjald þess árs er nýta skal ofangreint og ber að framvísa félagsskírteini ef þess er óskað. 

Athugið að starfsmönnum félagsins er óheimilt að víkja frá þessum reglum. 

AddThis Social Bookmark Button
 
SÍH Open lauk í dag. Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 04. júlí 2010 20:12
SÍH Open í skeet var haldið í Hafnarfirði um helgina. Öldungurinn okkar hann Gunnar Sigurðsson varð í 3.sæti í B-úrslitum. Nánar um úrslit hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 Næsta > Síðasta >>

Síða 251 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing