Reykjavíkurmeistarar 2010 í loftbyssu Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 26. maí 2010 23:45
Reykjavíkurmeistarar 2010 eru eftirtaldir: Í loftriffli karla Guðmundur Helgi Christensen, í loftriffli og loftskammbyssu kvenna Jórunn Harðardóttir og i loftskammbyssu karla Guðmundur Kr. Gíslason. Á Meistaramóti Reykjavíkur sem haldið var í Egilshöllinni í kvöld var keppt um þessa titla. Nánari úrslit eru hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir keppir á sunnudaginn í USA Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 25. maí 2010 20:56
Keppnin í Fríbyssu á heimsbikarmótinu í USA fer fram á sunnudaginn kl.16:30 að íslenskum tíma.
AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurmótið í loftbyssu á morgun Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 25. maí 2010 20:21

Á morgun, miðvikudag, fer fram Reykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum í Egilshöllinni. Mótið hefst uppúr kl. 16:00 og stendur til kl.20:00. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir lenti í 23.sæti í USA Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 25. maí 2010 15:09
Ásgeiri gekk ágætlega í loftskammbyssunni í dag. Hann náði 573 stigum af 600 mögulegum og endaði í 23.sæti sem er auðvitað frábært. Hann vantaði aðeins 8 stig til að komast í úrslit. Skorin má skoða hérna. Nú bíðum bara eftir helginni en þá keppir hann í Fríbyssunni. Fréttastofan mun koma með nánari tímasetningar innan skamms.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir keppir á þriðjudag kl.13:00 !! Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 24. maí 2010 18:13
Ásgeir Sigurgeirsson keppir í loftskammbyssu á heimsbikarmótinu á morgun, þriðjudag, kl.13:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með honum á skorsíðu ISSF. Þar er einnig hægt að fylgjast með öðrum greinum mótsins. Úrslitin eru einnig sýnd beint á ISSF-TV og á eftir kl.19:30 verða úrslitin í loftskammbyssu kvenna sýnd beint hérna. Veljið LIVE TV hægra megin á skjánum.
AddThis Social Bookmark Button
 
Lið okkar sigraði á landsmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 22. maí 2010 21:55
Helsut úrslit á landsmóti STÍ, sem haldið var í dag á svæði félagsins að Álfsnesi, urðu sem hér segir:  Í liðakeppninni sigraði A-lið okkar með þá Gunnar Sigurðsson, Þorgeir M. Þorgeirsson og Einar Einarsson innanborðs. Í flokki unglinga sigraði Óskar R. Karlsson úr SR og í kvennaflokki Margrét Elfa Hjálmarsdóttir einnig úr SR.  Þorgeir M.Þorgeirsson úr SR varð í 3.sæti í einstaklingskeppni karla. Í flokkakeppninni sigraði Þorgeir í 1.flokki, og í öldungaflokki sigraði vonarstjarnan okkar, Gunnar Sigurðsson en ljóst er að hann fær meiri keppni á næstu mótum í Öl-flokknum. Sérslega ánægjulegt var að sjá okkar lið sigra í liðakeppninni en á árum áður voru lið okkar fastagestir í gullverðlaunasætum landsmótanna. Úslit mótsins eru komin á úrslitasíðu STÍ hérna og eins er nóg af myndum hérna. Ef einhverja langar í góð eintök af myndunum þá er einfalt að hringja í framkvæmdastjórann og óska eftir eintaki í tölvupósti. 
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 Næsta > Síðasta >>

Síða 251 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing