Sunnudagur, 04. júlí 2010 20:08 |
Tveir keppnismenn okkar í skeet kepptu á SAKO-BERETTA Open í Tampere í Finnlandi um helgina í skeet. Örn hafnaði í 24.sæti með 106 stig (20-24-22-18-22) og Þorgeir í 38.sæti með 101 stig (20-20-22-19-20). Keppendur voru 56 talsins.
|
|
Föstudagur, 02. júlí 2010 14:07 |
Laugardaginn 17. Júli verður Hlað – Norma riffilskotkeppnin á velli Skotfélags Reykjavíkur. Keppnisfyrirkomulag er eftirfarandi:
|
Nánar...
|
Fimmtudagur, 01. júlí 2010 09:10 |
Ásgeir Sigurgeirsson er nú að keppa á heimsbikarmótinu í Belgrad í Serbíu. Hann lauk keppni í loftskammbyssu á mánudaginn með 573 stig en Íslandsmet hans er 586 stig sem hann setti í nóvember 2009, og hafnaði í 42.sæti af 82 keppendum, sem er alveg stórfínn árangur. Mótið er gríðarsterkt og eru þarna saman komnir allir bestu skotmenn í heimi. Í gær keppti hann í undankeppninni í frjálsri skammbyssu og komst hann í gegnum niðurskurðinn með glæsibrag á 546 stigum. Í aðalkeppninni sem var að ljúka endaði hann í 45.sæti af 73 sem komust í aðalkeppnina, með 546 stig einsog í undankeppninni og varð þar fremstur Norðurlandabúa. Þess má geta að Íslandsmet hans er 555 stig sem hann setti í Svíþjóð í fyrra. Frábær árangur hjá honum og verður spennandi að fylgjast með honum á heimsmeistaramótinu sem verður haldið í München í Þýskalandi í byrjun ágúst.
|
Þriðjudagur, 29. júní 2010 12:00 |
Ásgeir endaði með 573 stig í Belgrad og hafnaði í 42.sæti af 82 keppendum.
|
Mánudagur, 28. júní 2010 16:48 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppir þessa dagana á heimsbikarmótinu sem stendur nú yfir í Belgrað í Serbíu. Í fyrramálið keppir hann í loftskammbyssu og á miðvikudaginn í frjálsri skammbyssu. Hægt er að fylgjast með framvindu á heimasíðu Alþjóða skotíþróttasambandsins.
|
Mánudagur, 21. júní 2010 17:06 |
Á landsmótinu á Akureyri um helgina varð okkar maður, Örn Valdimarsson annar í karlaflokki og liðið okkar í 2.sæti , með þá Þorgeir Má Þorgeirsson, sem varð í 6.sæti í mótinu, Gunnar Sigurðsson sem sigraði í Öldungaflokki og Örn valdimarsson innaborðs. Nánar um úrslit mótsins er að finna á úrslitasíðu STÍ, www.sti.is
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 252 af 291 |