|
Sunnudagur, 04. september 2016 21:39 |
|
       
Á Bikarmeistaramóti STÍ í dag varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur bikarmeistari í karlaflokki. Samhliða var keppt um Reykjavíkurmeistaratitla í karla og kvennaflokki. Meistarar urðu Dagný H. Hinriksdóttir og Örn Valdimarsson. Á Opna Reykjavíkurmótinu sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands í A-úrslitum og í B-úrslitum sigraði Kjartan Ö. Kjartansson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Mótið styrktu nokkrir velunnarar félagsins með gjöfum sem notaðar voru til verðlauna. Þau voru Vesturröst, Hlað, ÓJK, Aggi byssusmiður, Tækniskólinn, Ísnes og Prentlausnir. Að loknu móti sá Matthías Þórarinsson um vegleg veisluhöld.
|
|
|
Föstudagur, 02. september 2016 15:39 |
|
Opna Reykjavíkurmótið í Skeet verður haldið á Álfsnesi um helgina. Samhliða er Bikarmeistaramót STÍ haldið. Tímataflan er hér til hliðar.
Lokað er á haglavöllum fyrir almennar æfingar en opið verður á riffilsvæðinu.
|
|
Mánudagur, 15. ágúst 2016 20:09 |
|
Hið árlega Big-Bore riffilmót Hlað fór fram í kvöld. Ágæt mæting var og allar 18 brautirnar uppteknar í riffilskýlinu. Sigurvegari varð Arnfinnur A. Jónsson, Eiríkur Björnsson varð annar og í þriðja sæti hafnaði Theodór Kjartansson. Keppt var með rifflum með yfir 8mm hlaupvídd á 100 metra færi, standandi og skaut hver maður 10 skotum.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 101 af 298 |