Laugardagur, 21. september 2013 15:46 |
Eftir fyrri daginn á 100 metra færi er staðan á Íslandsmótinu í Bench Rest í skori þannig að Bergur Arthursson er fyrstur með 250/16x, Hjörleifur Hilmarsson annar með 250/15x og Egill Þ.Ragnarsson þriðji einnig með 250/15x. Keppnin er hnífjöfn einsog sjá má af því að sjöundi maður er með 249/10x. Nokkrar myndir frá mótinu eru komnar hérna. Á morgun heldur keppnin áfram og verður þá skotið á 200 metra færi. /gkg
|
|
Mánudagur, 16. september 2013 14:18 |
Brautaskipting á Íslandsmótinu um helgina verður ákveðin með útdrætti. Drátturinn verður kl.19:00 á fimmtudaginn á Álfsnesi og verður dregið um brautir fyrir báða keppnisdagana. Mótsgjald er kr. 3500kr.
|
Laugardagur, 14. september 2013 19:17 |
Íslandsmeistaramót í Benchrest Skor HV-flokki, 100m og 200m, verður haldið dagana 21. og 22. sept nk. Við minnum keppendur á að skráningu í mótið lýkur þriðjudagin kemur. Keppt verður á 100m á laugardeginum og 200m á sunnudeginum. Mótið hefst kl 10:00 báða dagana. Mæsting er samkvæmt reglum Stí. Skotskýlið verður lokað á laugardeginum fyrir aðra starfsemi til kl 14:00, eða þar til mótinu lýkur.
|
Mánudagur, 09. september 2013 11:10 |
Á Bikarmeistaramóti STÍ í skeet sem haldið var í Hafnarfirði um helgina sigraði Örn Valdimarsson úr SR. Í öðru sæti varð Guðlaugur B. Magnússon úr SA og í þriðja sæti varð Sigurður U. Hauksson frá Húsavík. Guðlaugur varð jafnframt Bikarmeistari STÍ 2013. Í kvennaflokki sigraði Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV, önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr SÍH og í 3ja sæti Dagný H. Hinriksdóttir úr SR. Snjólaug varð einnig Bikarmeistari STÍ 2013 í kvennaflokki. Nánari úrslit eru hérna.
|
Fimmtudagur, 05. september 2013 13:00 |
Sigurður Hallgrímsson varð stigahæstur á BR50 mótinu í gær. Skoða má tölurnar hérna.
|
Mánudagur, 02. september 2013 15:13 |
Keppendur í skeet athugið að skráningu á Bikarmót STÍ í Hafnarfirði lýkur á morgun. Sendið okkur skráningu sem allra fyrst á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Staðan í keppninni um Bikarmeistara 2013 er hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 165 af 296 |