|
Föstudagur, 30. ágúst 2013 12:13 |
BR50 mót verður haldið MIÐVIKUDAGINN 4. sept nk. á Álfsnesi. Fyrirkomulag er með þeim hætti að skotin eru 25 stk skot á keppnisskífu af 50 metra færi, ásamt ótakmörkuðum fjölda af æfingarskotum á sömu skífu. Athugið að skotið er með 22. Long Rifle eingöngu á 50 metra færi. BR50 stendur fyrir Benchrest fyrir cal. 22LR á 50metra færi. Öllum er frjáls þátttaka og er sama keppnisgjald fyrir innanfélagsmenn og þá sem ekki eru í félaginu - verið velkomin þið sem eigið 22 riffla !
Ath - keppt er samkvæmt Enskum Reglunum í BR50. Mótið fer fram á tímabilinu kl:17—20. Hefur hver skotmaður 45mín......
|
Nánar...
|
Fimmtudagur, 29. ágúst 2013 22:44 |
Vegna slæmrar veðurspár verður mótinu á laugardaginn frestað til kl. 12:00. Skotnir verða 2 hringir þann daginn og svo 3 á sunnudaginn. Þar sem keppendur eru ekki nema 11 talsins verður ekki skipt í B-úrslit á sunnudaginn.
|
Þriðjudagur, 27. ágúst 2013 09:54 |
Reykjavík Open haglabyssumótið verður haldið á Álfsnesi um næstu helgi. Mótið er tveggja daga opið mót 75+50 dúfur og því ekki gerður greinarmunur á konum og körlum, allir skjóta sama fjölda dúfna. Að loknum fyrri degi verður skipt í A og B klassa seinni daginn. Inní finalinn taka menn með sér skorið úr undankeppninni. Að lokinni keppni á sunnudeginum verður keppendum boðið uppá fínan grillmat sem atvinnumenn í faginu munu sjá um. Eins má reikna með að verðlaun verði vegleg einsog endranær.
|
Föstudagur, 23. ágúst 2013 21:40 |
Það er fín umfjöllun um Bench Rest og Soffíu Bergsdóttur á mbl.is
|
Föstudagur, 23. ágúst 2013 09:48 |
Skráningu á Reykjavík Open í skeet lýkur þriðjudaginn 27.ágúst.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 166 af 296 |