Laugardagur, 27. júlí 2013 19:26 |
Ásgeir Sigurgeirsson endaði í 15.sæti á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í dag í Frjálsri skammbyssu. Keppendur voru 49 bestu skotmenn Evrópu. Skorið hjá honum var fínt eða 91 92 89 95 94 92 alls 553 stig og vantaði hann aðeins 2 stig til að komast í úrslit efstu 8 manna. Ásgeir er sem stendur í 17.sæti á Evrópulistanum í Frjálsu skammbyssunni og í 33.sæti á heimslistanum.
|
|
Laugardagur, 27. júlí 2013 19:13 |
Úrslit riffilmóts Zeiss og Hlað eru komin hérna.
|
Föstudagur, 26. júlí 2013 09:55 |
Íslandsmótið í skeet verður haldið á skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um helgina. Mótið hefst kl.10 bæði laugardag og sunnudag. Keppni í kvennaflokki lýkur á laugardeginum með úrslitum uppúr kl.14:30. Keppni i karlaflokki lýkur með úrlistum sem hefjast um kl. 14:00. Alls eru 36 keppendur skráðir til leiks og eru allar bestu skyttur landsins skráðar.
|
Föstudagur, 26. júlí 2013 09:36 |
Ásgeir Sigurgeirsson tekur þátt í Frjálsri skammbyssu á Evrópumeistaramótinu sem haldið er í Osjek í Króatíu þessa dagana. Ásgeir keppir á laugardag og sunnudag. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu mótsins hérna.
|
Miðvikudagur, 24. júlí 2013 20:51 |
Hlað heldur Zeiss rifflamót kl 11:00 í skotskýlinu á Álfsnesi laugardaginn 27. júlí. Æfingarskot verða leyfð frá kl 10:00 til 10:40. Riffilskýlið verður lokað frá kl 10:00 til amk 14:00 og eða þar til mótinu lýkur. Skotið verður á 200m af borði - tvífótur að framan og engin stuðningur að aftan nema öxl - 20skot. Skráning í mótið hjá Hlað / nánari upplýsingar á www.hlad.is Haglavellir verða opnir eins og venjulega.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 169 af 296 |