Ásgeir endaði í 15.sæti á EM Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 27. júlí 2013 19:26

asgeir_styrkmyndÁsgeir Sigurgeirsson endaði í 15.sæti á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í dag í Frjálsri skammbyssu. Keppendur voru 49 bestu skotmenn Evrópu. Skorið hjá honum var fínt eða 91 92 89 95 94 92 alls 553 stig og vantaði hann aðeins 2 stig til að komast í úrslit efstu 8 manna. Ásgeir er sem stendur í 17.sæti á Evrópulistanum í Frjálsu skammbyssunni og í 33.sæti á heimslistanum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riffilmót á Álfsnesi í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 27. júlí 2013 19:13

2013 zeissmotÚrslit riffilmóts Zeiss og Hlað eru komin hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Snjólaug Íslandsmeistari kvenna í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 27. júlí 2013 19:07

2013 islm skeet arny gkg_64802013 islm skeet brbani dagn anny gkg_64862013 islm skeet dagny gkg_64792013 islm skeet final gkg_64712013 islm skeet sih kvenna gkg_65012013 islm skeet snjolaug gkg_64962013 islm skeet urslit gkg_6503Snjólaug Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss frá Blönduósi varð í dag Íslandsmeistari kvenna í skeet-haglabyssu. Í úrslitunum keppti hún við okkar konu Dagnýju H. Hinriksdóttur en einungis munaði einu stigi á þeim í lokin. Árný G. Jónsdóttir varð í 5.-6.sæti. Snjólaug setti einnig nýtt Íslandsmet í undankeppninni, 42 stig. Karlarnir skutu 3 hringi í dag og er Gunnar Gunnarsson efstur eftir fyrri daginn með 66 stig. Okkar menn, Ellert Aðalsteinsson og Örn Valdimarsson koma næstir með 65 stig. Keppnin heldur svo áfram í fyrramálið og hefst hún kl.10:00.  /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
36 keppendur skráðir á Íslandsmótið í skeet Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 26. júlí 2013 09:55

skeet shooter gkg_3262Íslandsmótið í skeet verður haldið á skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um helgina. Mótið hefst kl.10 bæði laugardag og sunnudag. Keppni í kvennaflokki lýkur á laugardeginum með úrslitum uppúr kl.14:30. Keppni i karlaflokki lýkur með úrlistum sem hefjast um kl. 14:00. Alls eru 36 keppendur skráðir til leiks og eru allar bestu skyttur landsins skráðar. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir keppir á Evrópumótinu í Króatíu Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 26. júlí 2013 09:36

asgeir 2013 free  017Ásgeir Sigurgeirsson tekur þátt í Frjálsri skammbyssu á Evrópumeistaramótinu sem haldið er í Osjek í Króatíu þessa dagana. Ásgeir keppir á laugardag og sunnudag. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu mótsins hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Zeiss Riffilmót á Riffilvelli SR laugardaginn 27. júlí... Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 24. júlí 2013 20:51

Hlað heldur Zeiss rifflamót kl 11:00 í skotskýlinu á Álfsnesi laugardaginn 27. júlí. Æfingarskot verða leyfð frá kl 10:00 til 10:40. Riffilskýlið verður lokað frá kl 10:00 til amk 14:00 og eða þar til mótinu lýkur. Skotið verður á 200m af borði - tvífótur að framan og engin stuðningur að aftan nema öxl - 20skot. Skráning í mótið hjá Hlað / nánari upplýsingar á www.hlad.is Haglavellir verða opnir eins og venjulega.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>

Síða 169 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing