Ellert endaði með 111 stig og Hákon 114 Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 11. júlí 2013 16:31
Keppninni í skeet í Granada var að ljúka og endaði Ellert Aðalsteinsson í 82.sæti af 101 keppanda. Skorið hjá honum var 111 dúfur, 23 24 22 22 20. Hákon Þ. Svavarsson endaði í 68.sæti með 114 dúfur, 23 23 23 23 22 og náði þar s.k. MQS sem þarf til að eiga möguleika á að komast inná Ólympíuleika.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir með 575 stig Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 10. júlí 2013 10:19

Ásgeir lauk keppni í Granada í 23.sæti af 84 keppendum, og kemst ekki í átta manna úrslit. Skorið var fínt, 575 stig (96-97-98-97-93-94). Á sama tíma hófu haglabyssumenn keppni og áttu bæði Ellert 23+24 og Hákon 23+23 fínt start. Þeir klára 3 hringi í dag og svo tvo á morgun.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi sigraði í loftriffli í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 07. júlí 2013 20:17

umfi loftskammbyssa gkg_6407umfi loftriffill gkg_6421umfi enskur gkg_6395umfi li br og umsk gkg_64382013 umfi loft2013 umfi 60skÁ Landsmóti UMFÍ á Selfossi sigraði Guðmundur Helgi Christensen í loftriffli með 589,1 stig og Jórunn Harðardóttir varð önnur með 582,3 stig. Í þriðja sæti varð svo Logi Benediktsson með 574,1 stig. Í Loftskammbyssu varð elsti keppandinn í skotfimi á landsmótinu, Guðmundur Kr Gíslason þriðji með 549 stig.  Tómas Viderö sigraði með 563 stig og Bára Einarsdóttir önnur með 552 stig. Jórunn Harðardóttir varð fjórða með 544 stig og Kristína Sigurðardóttir með 543 stig. Í gær var keppni í enskum riffli flutt í Kópavog vegna veðurs á  Selfossi. Þar varð Guðmundur Helgi Christensen þriðji með 606,2 stig. Jón Þór Sigurðsson sigraði með 611,0 stig og Stefán E. Jónsson varð annar með 610,5 stig. Fleiri myndir hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
ÍBR og UMSK jöfn að stigum á Landsmóti UMFÍ Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 07. júlí 2013 16:20

umfi li br og umsk gkg_6438Að lokinni keppni í skotgreinunum voru lið Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR og Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK jöfn með 79 stig hvort samband. ÍBR fékk 19 stig í skeet, 12 stig í enskum riffli og 48 stig útúr loftgreinunum. UMSK fékk ekkert stig í skeet, 32 stig í enskum riffli og 47 stig í loftgreinunum. Liðin skiptu því með sér gullinu og hutu bæði eignarbikar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir komst áfram á Spáni Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 06. júlí 2013 09:44

Ásgeir Sigurgeirsson komst örugglega áfram í aðalkeppnina á heimsbikarmótinu í Granada á Spáni. Hann keppti í fyrri riðlinum í morgun, í Frjálsri skammbyssu og endaði með fínt skor, 94 95 93 88 92 90 eða alls 552 stig. Aðalkeppnin er svo á morgun

AddThis Social Bookmark Button
 
Ellert sigraði á UMFÍ mótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 05. júlí 2013 19:05

umfi_selfossi_2013umfi skeet 2013Ellert Aðalsteinsson úr SR sigraði í haglabyssugreininni SKEET á Landsmóti UMFÍ í dag. Í þriðja sæti varð annar SR-ingur, Stefán Gísli Örlygsson og Karl F.Karlsson varð í tíunda sæti. Þeir kepptu allir fyrir ÍBR, Íþróttabandalag Reykjavíkur og höluðu inn 19 stigum í liðakeppninni. Nánari úrslit hér til hliðar. Keppni í enskum riffli, sem halda átti á morgun, hefur verið flutt til Kópavogs vegna veðurs og hefst kl.10:00 í Digranesi. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á heimasíðu Skotfélags Kópavogs.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>

Síða 161 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing