Mánudagur, 21. október 2013 15:46 |
Þá er sænska meistaramótið Luftpistol Allsvenskan að hefjast þetta tímabilið. Félagsmenn okkar sem ætla að taka þátt þurfa að senda inn skráningu fyrir 1.nóvember n.k. til félagsins. Við göngum svo frá skráningu hjá Svíunum og veljum í liðin. Fyrirkomulagið er svipað og undanfarin áratug, 7.umferðir og hefst 1.umferð þann 18.nóvember n.k. Síðustu umferð lýkur svo 3.mars 2014.
|
|
Sunnudagur, 20. október 2013 16:49 |
 Jórunn Harðardóttir úr SR bætti eigið Íslandsmet í dag á enskum riffli liggjandi. Hún skaut hlaut 609,1 stig en gamla metið sem hún átti sjálf, var 604,7 stig frá því 23.febrúar s.l. Í karlaflokki sigraði Arnfinnur A.Jónsson úr SFK með 613,7 stig, annar varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 610,3 stig og í þriðja sæti Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 608,4 stig. Jafnframt bætti A-sveit Skotfélags Kópavogs Íslandsmetið með 1829,6 stigum en gamal metið áttu þeir einnig síðan 23.febrúar s.l., 1826,9 stig.
|
Sunnudagur, 20. október 2013 16:36 |
Ásgeir Sigurgeirsson lagði af stað frá Keflavík um hádegið á föstudag og átti bókað flug til Kaupmannahafnar og þaðan til Stuttgart. Fluginu til Stuttgart var aflýst þann daginn og ekki farið fyrr en á laugardaginn, en þá var fyrsta mótið sem hann tók þátt í í vetur í Bundesligunni þýsku í loftskammbyssu með 1. deildarliðinu sem hann gekk til liðs við nú í haust, TSV Ötlingen. Hann komst á mótsstað á síðustu stundu en ekki með neinn farangur.... allur búnaðurinn hans fór eitthvað allt annað. Nú voru góð ráð dýr, hann fékk allt lánað, byssu, gleraugu og skó. Úrslitin fóru svo að Mikec Damir vann með 383 stig en Ásgeir var með 381 stig. TSV Ötlingen tapaði þessari viðureign við SGi Waldenburg 4-1. Seinna mótið fór svo fram í dag og þá var Ásgeir kominn með sinn búnað. Þar keppti hann á móti Vladimar Isakov frá Rússlandi, en Isakov keppir fyrir SGi Waldenburg. Isakov er einn sterkasti skotmaður í heimi í dag og er í 13. sæti heimslistans. Ásgeir sem er í 32. sæti heimslistans vann sína viðureign með 382 stigum á móti 381 stigi Isakovs. En hins vegar tapaði TSV Ötlingen viðureigninni við SGi Waldenburg 3-2 í dag.
|
Laugardagur, 19. október 2013 19:42 |
 Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag setti Íris Eva Einarsdóttir úr SR nýtt Íslandsmet í loftriffli, 401,6 stig en í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir SR emð 393,5 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 592,0 stig. Í öðru sæti varð Logi Benediktsson úr SFK með 561,0 stig og í þriðja sæti Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR með 494,1 stig. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 364 stig. Í karlaflokki sigraði Thomas Viderö úr SFK með 569 stig.
|
Föstudagur, 18. október 2013 22:21 |
Riðlaskipting mótsins er hérna. Kl.10 hefst keppni í loftskammbyssu og kl.12 í loftriffli.
|
Fimmtudagur, 17. október 2013 11:23 |
Úrslit BR-50 mótsins eru hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 163 af 296 |