Úrtökumót fyrir Möltu í skeet Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 30. mars 2023 11:02

gsse-malta2023shooting-targetFyrsta úrtökumótið fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu fer fram laugardaginn 1.apríl á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Engin sérstök keppnisæfing verður á föstudeginum, enda ekki heimilt að skjóta á föstudögum !!. Níu keppendur skráðu sig til leiks en einn hefur forfallast vegna meiðsla. Má sjá þá hérna

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá kvennaliðinu okkar um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 19. mars 2023 20:31

2023 apar18marsislmeistkvlid2023 apar18mars123kv2023 apar18marsjoriris2023 apar18marssrarli2023 apar18marssrliinÍ Digranesi í Kópavogi fór fram í dag, laugardag,  Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum.

Þær Jórunn Harðardóttir (547), Kristína Sigurðardóttir (538) og Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir (474) skipuðu lið Skotfélags Reykjavíkur í kvennaflokki sem endaði með 1.559 stig sem er nýtt Íslandsmet en gamla metið átti sveit SA sem var 1.542 stig.

Í loftskammbyssu karla sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 566 stig , Bjarki Sigfússon úr SFK varð annar með 536 stig/8x og Guðmundur A. Hjartarson úr SK þriðji með 536 stig/6x. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Kristína Sigurðardóttir úr SR varð önnur með 538 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð þriðja með 535 stig. Í drengjaflokki vann Óðinn Magnússon úr SKS gullið með 504 stig og silfrið hlaut Adam Ingi H. Franksson úr SKS með 458 stig. Í flokki stúlkna sigraði Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir úr SR með 474 stig og í öðru sæti varð Elín Kristín Ellertsdóttir úr SKS með 428 stig. Í liðakeppni karla sigraði A-sveit SFK með 1.589 stig en sveit SKS varð önnur með 1.509.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 594,1 stig, Þórir Kristinsson úr SR varð annar með 556,9 og Þorsteinn Bjarnarson hlaut bronsið með 501,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 574,1 stig og Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 559,8 stig. Gullið í drengjaflokki hlaut Adrian Snær Elvarsson úr SFK með 359,9 stig.

Nánar á úrslitasíðu STÍ

AddThis Social Bookmark Button
 
Silfur og brons hjá okkar mönnum í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 19. mars 2023 20:21

2023 lmotstd19marsallirLandsmót í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 561 stig, í öðru sæti varð Karl Kristinsson úr SR með 525 stig og Kolbeinn Björgvinsson úr SR vann bronsið með 473 stig.

Þrjú lið kepptu og varð A lið SFK hlutskarpast með 1443 stig - með þá Ívar auk Guðna Sigurbjarnasyni og Guðmundi Tryggva Ólafssyni. Lið SR varð í öðru með 1417 stig, en þar voru fyrir þeir Karl, Jón Árni Þórisson og Kolbeinn. Í þriðja sæti í liðakeppni var B lið SFK - með 1082 stig en þar kepptu þau Þórarinn Þórarinsson, Hjördís Ýrr Skúladóttir og Eyjólfur Aðalsteinsson - en þau voru öll að keppa í sínu fyrsta móti í staðlaðri skammbyssu.

Nánar á úrslitasíðu STÍ

AddThis Social Bookmark Button
 
Þórir og Jórunn með gullið á Ísafirði Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 06. mars 2023 10:41

2023 lmot3p6mar 123ka2023 lmot3p6mar 123kvÞórir Kristinsson úr SR sigraði á riffilmótinu á Ísafirði í dag, með 536 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 519 stig og þriðji Leifur Bremnes úr SÍ með 469 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 517 stig og silfrið hlaut Guðrún Hafberg úr SÍ með 439 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn með gull og Þórir með brons í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. mars 2023 17:28

2023 60sklmot 123ka 4mars2023 60sklmot allir 4mars2023 60sklmot srlid 4mars2023 60sklmot siid 4mars2023 60sklmoturslit4mars
Landsmót STÍ í riffli á 50 metra færi úr liggjandi stöðu fór fram á Ísafirði í dag. Valur Richter úr SÍ sigraði í karlaflokki með 607,7 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 606,1 stig og Þórir Kristinsson úr SR varð í 3ja sæti með 606,0 stig. Í kvennaflokki vann Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með besta skor dagsins, 608,2 stig og Guðrún Hafberg úr SÍ hlaut silfrið með 566,5 stig. Karen Rós Valsdóttir úr SÍ hlaut gullið í flokki unglinga með 511,9 stig. Í liðakeppninni hafði lið SÍ gullið með 1812,6 stig en lið SR var með 1802,1 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karol í 3ja sæti á sínu fyrsta móti Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 21. febrúar 2023 12:55

2023 sp22 forz 18febKarol Forsztek náði bronsinu á sínu fyrsta Landsmóti í Sport skammbyssu á laugardaginn með 518 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 14 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing