Laugardagur, 04. mars 2023 17:28 |
Landsmót STÍ í riffli á 50 metra færi úr liggjandi stöðu fór fram á Ísafirði í dag. Valur Richter úr SÍ sigraði í karlaflokki með 607,7 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 606,1 stig og Þórir Kristinsson úr SR varð í 3ja sæti með 606,0 stig. Í kvennaflokki vann Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með besta skor dagsins, 608,2 stig og Guðrún Hafberg úr SÍ hlaut silfrið með 566,5 stig. Karen Rós Valsdóttir úr SÍ hlaut gullið í flokki unglinga með 511,9 stig. Í liðakeppninni hafði lið SÍ gullið með 1812,6 stig en lið SR var með 1802,1 stig.
|
|
Þriðjudagur, 21. febrúar 2023 12:55 |
Karol Forsztek náði bronsinu á sínu fyrsta Landsmóti í Sport skammbyssu á laugardaginn með 518 stig.
|
Laugardagur, 04. febrúar 2023 14:53 |
Keppni í loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum var að ljúka rétt í þessu. Ívar Ragnarsson sigraði á 557 stigum, í öðru sæti var Jón Þór Sigurðsson með 551 stig og bronsinu landaði Bjarki Sigfússon á 543 stigum. Fleiri myndir frá mótinu eru hérna.
|
Föstudagur, 03. febrúar 2023 10:47 |
Riðlaskiptingin komi hérna. Fyrri riðill á laugardaginn byrjar kl.10 (9:30 á braut) og seinni kl. 12 (11:30 á braut)
Hérna er tengill til að fylgjast með skorinu
|
Mánudagur, 30. janúar 2023 14:41 |
Auglýstar æfingar á laugardaginn í BR50 riffilskotfimi falla niður vegna Reykjavíkurleikanna.
|
Laugardagur, 28. janúar 2023 19:55 |
Skotkeppni Reykjavíkurleikanna 2023 fer fram í Egilshöllinni 4.febrúar í Loftskammbyssu og 5.febrúar í Loftriffli. Skráning er með tölvupósti á :
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Einsog áður er keppt í opnum flokki í báðum greinum þannig að karlar, konur og unglingar keppa saman. Keppnisæfing er kl.18-20 á föstudag. Keppt er í tveimur riðlum, kl.10 og 12.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 14 af 290 |