Föstudagur, 12. maí 2023 14:48 |
Enn á ný hefur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komist að þeirri niðurstöðu að orðalag í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar samræmist ekki orðalagi í skipulagslögum og er því ákvörðun um veitingu starfsleyfis felld úr gildi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar brást umsvifalaust við og felldi starfsleyfið úr gildi með tölvupósti til okkar í morgun.
Enginn frestur er gefinn til að bregðast við verkefnum sem eru í gangi hjá okkur, einsog hreindýraprófum, skotvopnanámskeið fyrir Umhverfisstofnun, hópamóttaka, undirbúningur keppnisfólks okkar á stórmót erlendis, fyrir utan daglegan rekstur fyrir höfuðborgarbúa, félagsmenn sem aðra.
Lesa má bréfin hérna frá Úrskurðarnefndinni og hérna frá Heilbrigðiseftirliti.
|
|
Sunnudagur, 07. maí 2023 12:27 |
 Íslandsmót í skammbyssugreininni Stöðluð skammbyssa fór fram í Digranesi í dag. Lið SR varð Íslandsmeistari. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 553 stig, Karl Kristinsson úr SR varð annar með 518 stig og Karol Forsztek úr SR varð þriðji með 509 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna.
|
Fimmtudagur, 04. maí 2023 20:46 |
Íslandsmótið í Frjálsri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Riðlablað hér.
Hér er hægt að fylgjast með skorinu í beinni.
|
Fimmtudagur, 04. maí 2023 17:39 |
Þar sem ekki fékkst heimild frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar til að fylgja alþjóðareglum um æfingadag, hefur landsmótinu í Skeet sem halda átti dagana 13.-14.maí verið frestað um óákveðinn tíma.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 14 af 293 |