Fimmtudagur, 24. nóvember 2022 11:21 |
Landsmót STÍ Grófri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Keppendur eru 6 talsins frá tveimur félögum. Halda átti einnig mót í Sport skammbyssu á laugardaginn en því móti hefur verið aflýst vegna of fárra skráninga. Keppni á sunnudaginn hefst kl.10:30. Hægt verður að fylgjast með skorinu í beinni hérna.
Keppnisæfing er kl.16-18 á laugardaginn
|
|
Sunnudagur, 30. október 2022 12:28 |
Um helgina fóru fram tvö fyrstu landsmót vetrarins. Þau fóru fram í Egilshöllinni en á laugardaginn var keppt í 50 metra Liggjandi riffli og sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR í karlaflokki með 609,3 stig, Valur Richter úr SÍ varð annar með 606,5 stig og riðji Jón Á. Þórisson úr SR með 602,1 stig. Gullið í kvennaflokki fékk Jórunn Harðardóttir úr SR með 609,5 stig og í unglingaflokki Karen Rós Valsdóttir úr SÍ með 551,7 stig.
Í dag fór svo fram keppni í Þrístöðu-riffli á 50 metra færi. Þórir Kristinsson úr SR sigraði með 541 stig, Guðmundur H. Christensen úr SR varð annar með 523 stig og þriðji Valur Richter úr SÍ með 521 stig. Í kvennaflokki hlaut Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með 543 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna.
|
Fimmtudagur, 27. október 2022 21:13 |
Um helgina fer fram fyrsta landsmót vetrarins. Á laugardaginn er keppt í 60m liggjandi riffli og á sunnudaginn er það svo þrístöðuriffilkeppnin. Lokað er fyrir aðrar æfingar yfir helgina.ÂÂ
Fylgjast má með skorinu hérna, og hérna í þrístöðunni
|
Miðvikudagur, 21. september 2022 09:44 |
Heimsmeistaramótinu í bekkskotfimi á 50 metra færi (Bench Rest BR50) sem fór fram í Frakklandi undanfarna daga lauk í dag. Við áttum þar þrjá keppendur, Davíð B. Gígja varð í 55.sæti með 1483/71 stig, Egill Ragnarsson í 86.sæti með 1470/69 stig, og Kristberg Jónsson í 99.sæti með 1448/46 stig. Walter Botta frá Ítalíu varð heimsmeistari í einstaklingskeppninni en skorið hjá honum var 1498/114 stig, Pedro Serralheiro frá Portúgal varð annar með 1498/106 stig og þriðji varð Luis Pereira frá Portúgal með 1497/94 stig. Nánar hérna.
|
Miðvikudagur, 14. september 2022 09:12 |
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur veitt félaginu undanþágu til þess að halda skotvopnanámskeið UST og lögreglu næstu fjóra laugardaga kl.10-16. Lesa má undanþágubréfið hérna.
|
Mánudagur, 15. ágúst 2022 13:08 |
Íslandsmótinu í Bench rest lauk í dag á Húsavík. Íslandsmeistari varð Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur, Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar varð annar og þriðji, Egill þór Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Nánar á úrslitasíðu STÍ, www.sti.is
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 17 af 290 |