Laugardagur, 17. desember 2022 15:17 |
Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði í dag eigið Íslandsmet, 560 stig, í Loftskammbyssu á Landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag. Silfrið í kvennaflokki hlaut Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 537 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur A. Hjartarson úr SK með 509 stig, Hannes H. Gilbert úr SFK varð annar með 494 stig og Bjarni Sigurðsson úr SK varð þriðji með 485 stig. Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir hlaut gullið í unglingaflokki með 466 stig. Nánar á úrslitasíðu www.sti.is
|
|
Miðvikudagur, 14. desember 2022 15:28 |
Landsmót í loftskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Það hefst kl.09:00. Riðlarnir verða tveir kl.9 og 11 . Jafnframt er Jólamót SR í loftriffli keyrt með seinni riðlinum.
Fylgjast má með skorinu í beinni hérna: Loftskammbyssa hér og Loftriffill hér.
|
Laugardagur, 03. desember 2022 17:24 |
Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 626,0 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 608,9 stig og þriðji Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 606,2 stig. Í stúlknaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir úr SÍ gullið með 522,4 stig. Í drengjaflokki bætti Óðinn Magnússon úr SKY eigið Íslandsmet með 566,2 stig og hlaut gullið. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
|
Miðvikudagur, 30. nóvember 2022 14:00 |
Landsmót í liggjandi riffli á 50 metrum fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Skráðir eru 10 keppendur til leiks úr 4 aðildarfélögum STÍ, sjá nánar hérna.
Hægt verður að fylgjast með skorinu í beinni hérna.
|
Sunnudagur, 27. nóvember 2022 13:11 |
Landsmót STÍ í Grófri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Karl Kristinsson úr SR sigraði með 500 stig, Jón Árni Þórisson úr SR varð annar með 479 stig og Engilbert Runólfsson úr SR þriðji með 473 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna.
|
Föstudagur, 25. nóvember 2022 13:13 |
Tillaga að starfsleyfi fyrir skotvöll SR er komin í auglýsingu. Auglýsingatími er 25. nóvember til 28. desember að teknu tilliti til jóladaganna. á auglýsinga´tima má hver sem vill senda HER ábendingar og athugasemdir við tillöguna. Auglýsinguna má finna hér https://reykjavik.is/tillogur-ad-starfsleyfi-i-auglysingu
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 16 af 290 |