Íslandsmet okkar manna á Landsmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 05. júní 2011 17:22

A-sveit okkar setti nýtt Íslandsmet á Landsmótinu í dag, 335 stig. Í sveitinni voru þeir  Örn Valdimarsson(117), Stefán G. Örlygsson(108) og Þorgeir M. Þorgeirsson(110). Í einstaklingskeppninni sigraði okkar maður Örn Valdimarsson(117+22) eftir bráðabana við Pétur T. Gunnarsson(118+21) úr SÍH. Í þriðja sæti varð Stefán G. Örlygsson SR (108+24), í fjórða Þorgeir M. Þorgeirsson SR (110+18), fimmti Guðmann Jónasson MAV (100+24) og 6.sæti Jóhannes P.Héðinsson SFS(100+15). Í unglingaflokki sigraði okkar maður Óskar R.Karlsson(89). Í öldungaflokki sigraði einnig okkar maður, Gunnar Sigurðsson(88). Nánari úrslit á úrslitasíðu STÍ og eins koma myndir fljótlega hérna frá degi 2.   Myndir frá degi 1 eru svo hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Staðan eftir fyrri daginn í skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. júní 2011 15:06

Staðan eftir fyrri daginn á landsmótinu í skeet er komin hérna. Örn Valdimarsson úr SR er efstur með 72, Pétur Gunnarsson úr SÍH er annar á 69 og þriðji er Stefán G.Örlygsson úr SR með 65. Fjórði er Þorgeir M.Þorgeirsson úr SR með 62, Guðmann Jónasson frá MAV 61 og jafnir í 6.-7.sæti eru Jóhannes P.Héðinsson úr SFS og Óskar R.Karlsson úr SR báðir með 56. Nokkrar myndir eru einnig hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi með GULL í Liechtenstein Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 03. júní 2011 11:20

Guðmundur Helgi Christensen sigraði mjög óvænt í 60sk liggjandi á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein með 580 + 101,1 í final. Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð þriðji með 576 + 102,9 stig í final. Aldeilis frábær árangur sem skotfólkið okkar hefur náð á leikunum, þau koma öll með verðlaun heim. Sjá nánar á mbl.is 

AddThis Social Bookmark Button
 
SR 144 ára í dag !! Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 02. júní 2011 10:33

Einsog allir vita er félagið okkar elsta íþróttafélag landsins. Í dag bættist enn eitt árið í söguna og fögnum við 144 ára afmæli þess. Á skotsvæðinu á Álfsnesi er heitt á könnunni og rjómavöfflur frá kl.12-17

AddThis Social Bookmark Button
 
Gull og Brons hjá körlunum Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 01. júní 2011 15:27

Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í loftskammbyssunni á Smáþjóðaleikunum í Lichtenstein með 577+97,6 alls 674,6 stig og Tómas Viderö varð í 3ja sæti með 556+95,1 alls 651,1 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Góð staða fyrir úrslit í loftskammbyssunni Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 01. júní 2011 14:03

Eftir undanrásir í loftskammbyssu karla er Ásgeir Sigurgeirsson í 1.sæti með 577 stig, Mirko Bugli frá San marinó með 566 stig og Tómas Viderö er í 3ja sæti með 556 stig. Næstu menn eru svo á 553 og 552 stigum. Úrslitin hefjast kl.14:30.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 Næsta > Síðasta >>

Síða 227 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing