Mánudagur, 12. september 2011 20:04 |
Eftir fyrri daginn á HM í Belgrad, er Öddi með 72 stig. Hann átti frábæra byrjun 25 25 og 22. Á morgun er svo seinni hlutinn en þá eru skotnir 2 hringir.
|
|
Fimmtudagur, 01. september 2011 09:21 |
Opnunartímar svæðisins á Álfsnesi næstu 2 vikur komnir undir OPNUNARTÍMAR. Opið verður mánudaga,miðvikudaga,fimmtudaga og laugardaga.
|
Sunnudagur, 28. ágúst 2011 19:28 |
Þorgeir M. Þorgeirsson varð Reykjavíkurmeistari í karlaflokki en Margrét E. Hjálmarsdóttir í kvennaflokki. Gunnar Sigurðsson sigraði í B-úrslitum á Reykjavík Open í dag. Pétur T. Gunnarsson úr SÍH sigraði í A-úrslitum og eins á Bikarmóti STÍ. Sigurþór Jóhannesson úr SÍH tryggði sér Bikarmeistaratitil karla, Sigurður Unnar Hauksson úr SKH varð bikarmeistari unglinga og Árný G. Jónsdóttir úr SA í kvennaflokki. Árný jafnaði einnig eigið Íslandsmet eftir 3 hringi, 33 dúfur. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SÍH en okkar lið urðu í 2. og 3.sæti. Nánari úrslit eru hérna í REK-Open og Bikarmótinu. Eins hafa nokkrar myndir bæst við af verðlaunahöfum ofl hérna.
|
Laugardagur, 27. ágúst 2011 15:35 |
Eftir fyrri daginn á Reykjavík Open skeet mótinu er Guðmann Jónasson úr Markviss á Blönduósi efstur. Nánari tölur eru hérna. Í b-úrslitum er Kristinn Rafnsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar efstur. Eins eru komnar myndir á myndasíðuna.
|
Laugardagur, 27. ágúst 2011 07:07 |
Vegna Reykjavíkurmótsins verður lokað á haglavöllum til kl.16:00 í dag. Opið er samkvæmt dagskrá á riffilvelli. Á sunnudaginn hefst mótið kl.11:00 samkvæmt heimild Heilbrigðiseftirlits.
|
Föstudagur, 26. ágúst 2011 20:36 |
Eftir fyrri daginn á mótinu um helgina fara 11 efstu í A-úrslit en hinir 10 í B-úrslit.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 222 af 291 |