Landsmót í skeet á Húsavík um næstu helgi Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 15. júní 2011 21:01

Landsmót í Skeet verður haldið á Húsavík um helgina. Við sendum þangað 4 menn til keppni.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir að keppa í Þýskalandi Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 15. júní 2011 20:59

Ásgeir Sigurgeirsson er að fara til Þýskalands í fyrramálið til keppni á heimsbikarmótinu í München. Hann keppir þar í bæði Frjálsri skammbyssu og Loftskammbyssu. Við reynum að birta hér fréttir af gangi mála jafnóðum og þær berast.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skothópurinn á Smáþjóðaleikunum Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 15. júní 2011 20:55

Flottir fulltrúar okkar á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein komu öll með verðlaunapening tilbaka. Riffilkallarnir Guðmundur Helgi Christensen með gull og Jón Þór Sigurðsson með brons í aftari röð. Í fremri röð Tómas Viderö með brons í loftskammbyssu, Ásgeir Sigurgeirsson með gull í loftskammbyssu og Jórunn Harðardóttir með silfur í loftskammbyssu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Gunni vann á Júnímótinu í skeet Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 15. júní 2011 20:49

Gunnar Sigurðsson sigraði á Júnímótinu í skeet sem haldið var á þriðjudaginn. Í öðru sæti varð Örn Valdimarsson og Hjörtur Sigurðsson varð í 3ja sæti. Úrslit og mynd á Facebook síðu félagsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet okkar manna á Landsmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 05. júní 2011 17:22

A-sveit okkar setti nýtt Íslandsmet á Landsmótinu í dag, 335 stig. Í sveitinni voru þeir  Örn Valdimarsson(117), Stefán G. Örlygsson(108) og Þorgeir M. Þorgeirsson(110). Í einstaklingskeppninni sigraði okkar maður Örn Valdimarsson(117+22) eftir bráðabana við Pétur T. Gunnarsson(118+21) úr SÍH. Í þriðja sæti varð Stefán G. Örlygsson SR (108+24), í fjórða Þorgeir M. Þorgeirsson SR (110+18), fimmti Guðmann Jónasson MAV (100+24) og 6.sæti Jóhannes P.Héðinsson SFS(100+15). Í unglingaflokki sigraði okkar maður Óskar R.Karlsson(89). Í öldungaflokki sigraði einnig okkar maður, Gunnar Sigurðsson(88). Nánari úrslit á úrslitasíðu STÍ og eins koma myndir fljótlega hérna frá degi 2.   Myndir frá degi 1 eru svo hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Staðan eftir fyrri daginn í skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. júní 2011 15:06

Staðan eftir fyrri daginn á landsmótinu í skeet er komin hérna. Örn Valdimarsson úr SR er efstur með 72, Pétur Gunnarsson úr SÍH er annar á 69 og þriðji er Stefán G.Örlygsson úr SR með 65. Fjórði er Þorgeir M.Þorgeirsson úr SR með 62, Guðmann Jónasson frá MAV 61 og jafnir í 6.-7.sæti eru Jóhannes P.Héðinsson úr SFS og Óskar R.Karlsson úr SR báðir með 56. Nokkrar myndir eru einnig hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 Næsta > Síðasta >>

Síða 222 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing