Sunnudagur, 30. október 2011 19:52 |
Tæplega 50 krakkar úr Menntaskólanum á Akureyri komu í heimsókn til okkar á laugardaginn. Fengu þau að kynnast og prófa loftriffla í Egilshöllinni. Margar góðar skyttur leyndust í hópnum og mæta vafalaust mörg þeirra á æfingar hjá skotfélögunum í vetur.
|
|
Sunnudagur, 30. október 2011 19:48 |
Á fimmtudaginn fór fram fyrsta mót vetrarins í Egilshöll. Keppt var í bráðabana í loftskammbyssu. Ásgeir Sigurgeirsson sigraði, Guðmundur Kr.Gíslason varð annar og Guðmundur Helgi Christensen varð þriðji.
|
Þriðjudagur, 18. október 2011 14:08 |
Nú er vetrarstarfið í Egilshöllinni hafið á fullu. Fyrsta innanfélagsmótið verður haldið fimmtudaginn 27.október kl. 20:00. Keppt verður í SÚPER-FÍNAL í loftskammbyssu. Fyrirkomulagið er einsog í venjulegum fínal en með útsláttarfyrirkomulagi, þannig að skotmaðurinn með lægsta skorið eftir hvert skot fellur úr leik. Þannig er haldið áfram þar til einn stendur uppi sem siguvegari. Áhorfendur eru hvattir til að klappa og kalla til að trufla skotmenn sem mest og gera þeim erfitt fyrir.
|
Laugardagur, 24. september 2011 16:47 |
Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur er kominn inná lista Alþjóða skotsambandsins ISSF yfir 150 bestu skotmenn í skeet-haglabyssu. Hann er þar í 82.sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk haglabyssuskytta kemst inná þennan lista. Frábært, til hamingju Öddi !!
Við eigum nú tvo skotmenn inná heimslistum ISSF en skammbyssuskyttan okkar, Ásgeir Sigurgeirsson er á listanum í bæði Loftskammbyssu, 63.sæti og Frjálsri skammbyssu, 41.sæti.
|
Þriðjudagur, 13. september 2011 13:12 |
Örn Valdimarsson endaði HM með því að bæta Íslandsmetið í Skeet. Hann skaut 24 í síðustu umferð og endaði á 120 stigum. Frábær árangur og sá besti hjá Íslending í skeet frá upphafi. Hann endar í kringum 55.sætið með þessum árangri. Við óskum Erni hjartanlega til hamingju með árangurinn.
|
Þriðjudagur, 13. september 2011 09:23 |
Öddi var með 24 í fyrri hringnum í morgun og því kominn með 96 alls. Hann er sem stendur í 52.sæti af 122 keppendum. Skorið er mjög gott 25 25 22 24, hann hefur því misst 4 dúfur, dobblið á palli 3, turninn á áttunni og fyrri dúfuna í dobblinu á palli 4. Bíðum spennt eftir lokahringnum. Þess má geta að Íslandsmetið er 119 dúfur og þarf Örn því að skjóta 23 til að jafna það.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 221 af 291 |