Mánudagur, 30. maí 2011 17:20 |
Skráningu á Landsmótið í Skeet um næstu helgi lýkur á þriðjudagskvöldið. Skráningu skal senda á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|
|
Mánudagur, 30. maí 2011 17:18 |
Hægt er að fylgjast með skorinu á heimasíðu leikanna : http://liegames2011.li/Termine/tabid/1597/language/en-US/Default.aspx
Keppt er í loftriffli á þriðjudaginn, í loftskammbyssu á miðvikudaginn og í enskum riffli á föstudaginn.
|
Mánudagur, 30. maí 2011 10:12 |
Fimmtudaginn 2. júní, uppstigningardag, verður félagið 144 ára. Í tilefni dagsins verður boðið uppá kaffi og rjómavöfflur á Álfsnesi. Opið verður frá kl 12 - 17 á afmælisdaginn.
|
Laugardagur, 28. maí 2011 18:22 |
Nú líður senn að fyrsta hreindýranámskeiðinu í sumar. Reiknum með að þau hefjist uppúr miðjum Júní en það verður auglýst þegar nær dregur. Námskeiðin hafa verið afar vinsæl meðal tilvonandi hreindýraveiðimanna og annrra sem áhuga hafa á slíkum veiðum. Kennarar verða sem áður þeir Jóhann Vilhjálmsson og Vignir J. Jónasson.
|
Föstudagur, 27. maí 2011 15:52 |
Á mánudaginn hefjast Smáþjóðaleikarnir í Liechtenstein. Við eigum þar 3 keppendur, þau Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunni Harðardóttur og Guðmund Helga Christensen. Við flytjum af þeim fréttir jafnóðum og þær berast.
|
Föstudagur, 27. maí 2011 15:50 |
Grafarvogsdagurinn er á morgun laugardag. Opið verður hjá okkur í Egilshöllinni kl.10-13 þar sem gestir geta fengið að prófa að skjóta úr loftrifflum. Aldurstakmark er 15 ára en þeir sem eru 15-18 ára þurfa að koma með skriflegt leyfi frá foreldrum til að geta prófað !
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 229 af 291 |