|
Laugardagur, 06. júní 2015 08:50 |
|
4.júní. Eric Lanza frá Monaco sigraði í 50metra riffli á Smáþjóðaleikunum með 205 stigum í lokakeppninni (Final) Jón Þór Sigurðsson varð í 2. sæti, einungis einu og hálfu stigi á eftir Lanza. Þriðja sætið féll Íslendingum einnig í skaut en því náði Guðmundur Helgi Christensen með 182,4 stig.
|
|
|
Þriðjudagur, 02. júní 2015 18:50 |
|
Til hamingju með daginn !
|
|
Sunnudagur, 31. maí 2015 15:51 |
|
Á aðalfundinum kom það helst fram í skýrslu stjórnar að mestur tími og fjármagn hefur farið í að undirbúa Smáþjóðaleikana, sem fram fara dagana 1. til 6. júni. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra aðalfundi - og samþykkt var að hækka árgjaldið í 20þúsund, en árgjaldið hefur verið óbreytt í uþb 14 ár. Fram kom í skýrslu stjórnar að eftir Smáþjóðaleikana verður farið í áframhaldandi framkvæmdir á riffil- og haglasvæði félagsin. M.a. er stefnt á að koma upp Sporting og Nordisk Trap og lagfæra ýmsa hluti á riffilvellinum, m.a. að kom upp ljósabúnaði á 100 metra battanum. Verið er að senda út félagsgjöldin þessa dagana og vonar stjórn félagsins að vel verði tekið í þessa hækkun félagsgjalda, enda næg verkefni framundan - eins og áður sagði á útsvæðinu á Álfsnesinu, sem þarf að fjármagna. Rétta er að minna á - að allar þær frakvæmdir sem farið hafa fram vegna Smáþjóðaleikana munu nýtast félagsmönnum til framtíðar í nýjum og bættum búnaði ásamt aðstöðunni sem hefur fengið andlitslyftingu undanfarið.
|
|
Sunnudagur, 31. maí 2015 07:40 |
Skotíþróttir á Smáþjóðaleikunum.
Nú styttist í að keppni í skotíþróttum hefjist á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík. Það eru loftriffilskyttur í karlaflokki sem hefja leikinn þriðjudaginn 2. júní og hefst keppni þeirra kl. 9:00 Loftriffil kvenna hefst kl. 13:00 sama dag en keppnin í loftgreinunum fer fram í Íþróttahúsi fatlaðra við Hátún og er ókeypis inn á keppnirnar og þær öllum opnar. Er þetta einstakt tækifæri til að fylgjast með toppskyttum í keppni. Í loftriffli karla eru það Sigurbergur Logi Benediktsson og Theodór Kjartansson sem keppa fyrir Íslands hönd en í kvennaflokki eru Jórunn Harðardóttir og Íris Eva Einarsdóttir, Íslandsmethafinn, í eldlínunni en Íris Eva varð í 5. sæti á Smáþjóðaleikunum í Lux 2013
|
|
Nánar...
|
|
Föstudagur, 29. maí 2015 08:21 |
|
Ásgeir Sigurgeirsson endaði í 18.sæti í frjálsri skammbyssu í München í morgun sem er frábær árangur. Keppendur voru 120 talsins en 70 þeirra komust áfram í úrslitakeppnina. Í lokaúrslitin (final) komust 8 efstu. Ásgeir náði 557 stigum (91 94 95 93 90 94) en þurfti 3 stigum meira til að komast í úrslit.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 121 af 298 |