Mánudagur, 02. febrúar 2015 19:43 |
Reykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli fer fram í Egilshöllinni miðvikudaginn 11.febrúar n.k. Skráningar þurfa að berast okkur í síðasta lagi á fimmtudaginn kemur, 5.febrúar. Skráningar þurfa að berast á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|
|
Laugardagur, 31. janúar 2015 15:35 |
 Á landsmóti STÍ í liggjandi riffli, sem haldið var í dag í Egilshöllin sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 617,8 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 612,8 stig og þriðji varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 612,5 stig. Í liðakeppni sigraði A-sveit Skotfélags Kópavogs (Arnfinnur A.Jónsson, Jón Þ. Sigurðsson og Stefán E. Jónsson) með 1830,9 stig, önnur varð A-sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar (Valur Richter, Guðmundur Valdimarsson og Ívar M. Valsson) með 1813,2 stig og í þriðja sæti A-sveit SR (Guðmundur Helgi Christensen, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson) með 1798,9 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 610,6 stig og í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,3 stig.
|
Laugardagur, 31. janúar 2015 13:22 |
 Ásgeir Sigurgeirsson komst í úrslit í loftskammbyssunni á seinni deginum á einu sterkasta móti ársins IWK í München. Þar gekk honum ansi vel og endaði að lokum í þriðja sæti. Einsog í gær þá vantaði ekki stórstjörnurnar sem hann keppti gegn en kallinn sýndi styrk sinn og stimplaði sig enn frekar inn í hóp þeirra bestu í hans grein. Nánar á heimasíðu mótsins hérna.
|
Föstudagur, 30. janúar 2015 12:05 |
 Ásgeir Sigurgeirsson keppti í loftskammbyssu á hinu gríðarsterka IWK-stórmóti í München í morgun og skoraði 581 stig.Hann hafnaði í 8.sæti en athyglisvert er að í final fóru menn sem skipa 3.,5.,10.,13.,20 og 36.sæti nýjasta Heimslista ISSF !! Ásgeir er sem stendur í 53.sæti á þeim lista. Hann keppir svo aftur á morgun í sömu grein. Hægt er að skoða úrslitin betur á þessari slóð.
|
Föstudagur, 30. janúar 2015 07:25 |
 Landsmót STÍ í 60 skotum liggjandi riffli verður haldið í Egilshöllinni á morgun.
|
Þriðjudagur, 27. janúar 2015 07:41 |
Landsmótin, sem frestað var í nóvember s.l., eru nú komin á dagskrá í Egilshöll sem hér segir:
28.febrúar Laugardag kl.10 Sportskammbyssa
1.mars Sunnudag kl.10 Gróf skammbyssa
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 130 af 296 |