Jórunn jafnaði Íslandsmetið á RIG 2015 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 24. janúar 2015 16:58

Skotfimi var nú með í fyrsta skipti á Reykjavíkurleikunum. Keppt var í loftbyssugreinunum í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöllinni. Keppt var með nýjum skotbrautum sem félagið fékk fyrir stuttu síðan.
Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reylkjavíkur með 767,7 stig en í öðru sæti varð Thomas Viderö úr Skotfélagi Kópavogs með 747,4 stig. Þriðji varð svo Ívar Ragnarsson úr Skotfélagi Kópavogs.

Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 374 stig sem er jöfnun á hennar eigin Íslandsmeti. Í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotfélagi Kópavogs með 357 stig og í því þriðja Andrea Ösp Karlsdóttir einnig úr Skotfélagi Kópavogs með 338 stig.

Í loftriffli karla sigraði sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 587,8 stig og Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð í öðru sæti með 537,6 stig. Þriðji varð Sigfús Tryggvi Blumenstein úr SKotfélagi Reykjavíkur með 532,4 stig. Arnar H.Bjarnason úr Skotfélagi Kópavogs bætti eigið Íslandsmet í unglingaflokki og endaði á 480,8 stigum.

í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 397,6 stig en Jórunn Harðardóttir varð önnur með 393,2 stig.

Nokkrar myndir eru hérna.  Nánari úrslit hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Þáttur á CNN um Ásgeir Sigurgeirsson !! Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 22. janúar 2015 14:59

cnn asgeir sigurgeirs jan 2015Stuttur þáttur á CNN með umfjöllun um Ásgeir Sigurgeirsson skammbyssuskyttu úr Skotfélagi Reykjavíkur. Einu sinni áður hefur CNN gert svipaðan þátt um íslenskan íþróttamann og varð það Ólafur Stefánsson handboltasnillingur sem þeir tóku þá tali. Það er greinilega tekið eftir skotmanninum okkar utan landssteinanna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting RIG á laugardaginn komin Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 21. janúar 2015 14:54

2015 rig ap ar 24janRiðlaskipting RIG-mótsins á laugardaginn er komin hérna. Fyrri riðillinn hefst kl.09:00 og sá seinni kl.11:00. Reiknað er með að FINAL-keppnin í loftskammbyssu karla hefjist kl.13:30. Keppendur komast á sína braut hálftíma fyrir skottíma og mega hefja æfingaskot 15 mínútum fyrir upphaf riðils.
Að loknu móti eru tilnefndir Skotkarl og Skotkona mótsins úr röðum beggja greina og ræður þar bestur árangur á alþjóðamælikvarða. Mótsstjórn sér um valið. Þau hljóta viðurkenningar sem veittar verða á lokahófi leikanna á sunnudagskvöldinu 25.janúar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurleikarnir á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. janúar 2015 20:51

rig2015_portSkotfimi verður nú í fyrsta skipti með á hinum árlegu Reykjavíkurleikum. Keppt verður í Loftskammbyssu og Loftriffli karla og kvenna. Keppnin fer fram í Egilshöllinni laugardaginn 24.janúar n.k. og hefst þá kl.09:00. Keppnisæfing skráðra keppenda er á föstudaginn 23.janúar kl. 14:00 til 18:00.
Lokaskráning fer nú fram og lýkur að kvöldi þriðjudagsins 20.janúar með tölvupósti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Reiknað er með að allir bestu skotmenn landsins mæti til leiks.
Upplýsingar eru á heimsíðu leikanna hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl sigraði í Sport skammbyssu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. janúar 2015 17:22

2015 sport 123 18jan 2015 sportskb 18janLandsmót STÍ í Sport skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 552 stig. Í öðru sæti varð Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 508 stig og í þriðja sæti varð Kolbeinn Björgvinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur einnig með 508 stig en Þórður vann í bráðabana. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1509 stig en sveitina skipuðu Karl Kristinsson, Engilbert Runólfsson og Jón Árni Þórisson. Í öðru sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur en hana skipa Kolbeinn Björgvinsson, Jórunn Harðardóttir og Þórhildur Jónasdóttir. Keppendur voru 11 talsins úr þremur félögum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl sigraði í Grófri skammbyssu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. janúar 2015 18:03

2015 grofbyssa 17jankarlstd2013Á landsmóti STÍ í Grófri skammbyssu, sem haldið var í Digranesi í dag, sigraði Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 526 stig. Í öðru sæti varð Sigurgeir Guðmundsson úr SFK með 521 stig og í þriðja sæti Friðrik Goethe úr SFK með 515 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>

Síða 131 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing