|
Laugardagur, 20. september 2014 13:32 |
Sigurður U. Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur lauk í dag keppni á Heimsmeistaramótinu í Granada á Spáni. Hann skaut þar frábærlega og náði sínum besta árangri frá upphafi, 116 stig (23-24-24-23-22) Hann bætti eigið Íslandsmet í Unglingaflokki sem hann setti í fyrra um 3 stig. Hann endaði í 12.-17.sæti af 64 keppendum í unglingaflokki. Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands er einnig búinn að skjóta og endaði á flottu skori, 117/125 stig og endaði í 37. til 51. sæti af 129 keppendum, frábær árangur. Þá eru bæði Sigurður og Hákon búnir að skjóta s.k. MQS en það er lágmarksskor til að koma til greina til þáttöku á Ólympíuleikum. Ekki kannski miklir möguleikar en þó fyrsta skref til þess. Þetta endar þá þannig að allir íslensku keppendurnir á HM náðu MQS skori. Â Ásgeir Sigurgeirsson (loft-og frjáls skammbyssa) og Íris Eva Einarsdóttir (loftriffill) voru áður búin að því, en þau koma bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur.
|
Föstudagur, 19. september 2014 09:26 |
Sigurður Unnar Hauksson var að ljúka keppni í haglabyssu-skeet á Heimsmeistaramótinu í Granada á Spáni á nýju Íslandsmeti Unglinga 116/125 stig (23-24-24-23-22). Hann átti fyrra metið sjálfur frá því í fyrra, 113 stig. Glæsilegur árangur sem skilaði honum í 12.-17.sæti af 64 keppendum.
|
Þriðjudagur, 16. september 2014 14:10 |
Á laugardaginn kemur, 20.september fer fram á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi kvennamót í haglabyssu-skeet. Keppt verður í byrjendaflokki og einnig í flokki kvenna sem lengra eru komnar í íþróttagreininni. Mótið hefst kl.12:00 og stendur fram eftir degi. Hvetjum alla áhugasama um skotfimi að kíkja nú við og sjá hvernig stelpurnar eru að skjóta.
|
Föstudagur, 12. september 2014 13:54 |
Sunnudaginn 14. sept verður haldið Íslandsmeistaramót í Benchrest í Skori á 100- og 200metrum. Mótið er skotið á einum degi. 100 metrarnir byrja kl 10:00 og 200 metrarnir hefjast kl 14:00.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 137 af 296 |