Kvennamótið í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 20. september 2014 18:53

2014 skeet kvenna 20sept 012014 skeet kvenna 20sept 022014 skeet kvenna 20sept 032014 skeet kvenna 20sept 4Hér má sjá úrslit og myndir kvennamótsins í haglabyssu skeet í dag.2014 skeet kvennamot 20sept

AddThis Social Bookmark Button
 
HM á Spáni lokið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 20. september 2014 13:32

2014 wch siddi hakonSigurður U. Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur lauk í dag keppni á Heimsmeistaramótinu í Granada á Spáni. Hann skaut þar frábærlega og náði sínum besta árangri frá upphafi, 116 stig (23-24-24-23-22) Hann bætti eigið Íslandsmet í Unglingaflokki sem hann setti í fyrra um 3 stig. Hann endaði í 12.-17.sæti af 64 keppendum í unglingaflokki.
Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands er einnig búinn að skjóta og endaði á flottu skori, 117/125 stig og endaði í 37. til 51. sæti af 129 keppendum, frábær árangur.
Þá eru bæði Sigurður og Hákon búnir að skjóta s.k. MQS en það er lágmarksskor til að koma til greina til þáttöku á Ólympíuleikum. Ekki kannski miklir möguleikar en þó fyrsta skref til þess. Þetta endar þá þannig að allir íslensku keppendurnir á HM náðu MQS skori.  Ásgeir Sigurgeirsson (loft-og frjáls skammbyssa) og Íris Eva Einarsdóttir (loftriffill) voru áður búin að því, en þau koma bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Nýtt Íslandsmet hjá Sigurði Unnari á Spáni Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 19. september 2014 09:26

sigunnhauks01 003Sigurður Unnar Hauksson var að ljúka keppni í haglabyssu-skeet á Heimsmeistaramótinu í Granada á Spáni á nýju Íslandsmeti Unglinga 116/125 stig (23-24-24-23-22). Hann átti fyrra metið sjálfur frá því í fyrra, 113 stig. Glæsilegur árangur sem skilaði honum í 12.-17.sæti af 64 keppendum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Kvennamót í haglabyssu á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 16. september 2014 14:10

2013 islm skeet final gkg_6471Á laugardaginn kemur, 20.september fer fram á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi kvennamót í haglabyssu-skeet. Keppt verður í byrjendaflokki og einnig í flokki kvenna sem lengra eru komnar í íþróttagreininni. Mótið hefst kl.12:00 og stendur fram eftir degi. Hvetjum alla áhugasama um skotfimi að kíkja nú við og sjá hvernig stelpurnar eru að skjóta.

AddThis Social Bookmark Button
 
Egill varð Íslandsmeistari í Bench Rest Score HV Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. september 2014 17:48

br egill m bikar 2014 006br egill m riffil 005br islmot 123 2014 007br slmt skor 100 200m 14 sept 2014 sortÍslandsmótið í riffilkeppninni Bench Rest skori var haldið á Álfsnesi í dag. Íslandsmeistari varð Egill Þ. Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur en hann varð efstur bæði í 100 metrum og 200 metrum með alls 489 stig og 13 x-ur. Hann var með 250/9x á 100 metrum og 239/4x á 200 metrum. Í öðru sæti varð Kristján R. Arnarson úr Skotfélagi Húsavíkur með 481/14x stig (245/11+236/3) og í þriðja sæti Alfreð F. Björnsson úr Skotdeild Keflavíkur með 481/7x stig (245/5+236/2). Nánari úrslit koma á úrslitasíðu STÍ á morgun og eins verða einhverjar myndir frá mótinu aðgengilegar hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmeistaramót í Benchrest / Score Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 12. september 2014 13:54

Sunnudaginn 14. sept verður haldið Íslandsmeistaramót í Benchrest í Skori á 100- og 200metrum. Mótið er skotið á einum degi. 100 metrarnir byrja kl 10:00 og 200 metrarnir hefjast kl 14:00.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>

Síða 137 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing