Sportskammbyssa á sunnudag í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 15. janúar 2015 22:42

2015 sportbyssa 18novLandsmót í Sportskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Riðlaskiptingin er komin hérna. Riðill 1 hefst kl. 10:00 og riðill 2 kl. 11:30 Keppnisæfing er á laugardaginn kl. 15:00 - 16:00.

 

Á laugardeginum er landsmót í Grófri skammbyssu sem haldið verður í Digranesi. 2015 grofbyssa 17janRiðlaskiptingin er hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotíþróttamenn ársins 2014 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 03. janúar 2015 21:48

2015 skotmenn arsins 20142015 skotmenn arsins 2014 allirÁ hófi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Félags Íþróttafréttamanna var tilkynnt um val Íþróttamanns Ársins 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson. Jafnframt tilkynntu sérsamböndin um val þeirra á sínum íþróttamönnum.

Skotíþróttakarl Ársins er:  Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.
Hann vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis. Hann keppti víða erlendis á liðnu ári. Á Evrópumeistaramótinu í Moskvu í febrúar varð hann í 12.sæti í loftskammbyssu, á heimsbikarmótinu í Peking varð hann í 20.sæti í frjálsri skammbyssu og í 29.sæti í loftskammbyssu. Einnig sigraði hann tvíveigis á alþjóðamótinu InterShoot í Hollandi.
Á heimsbikarmótinu í Munchen endaði hann í 23.sæti í frjálsri skammbyssu og í 37.sæti í loftskammbyssu. Hann hefur þegar tryggt sér sæti á fyrstu Evrópuleikunum sem haldnir verða í Baku í Júní þar sem hann er í 24.sæti í frjálsri skammbyssu og í 28.sæti í loftskammbyssu á styrkleikalista Skotsambands Evrópu, en aðeins 30 bestu skotmenn Evrópu fá keppnisrétt á þeim.
Ásgeir náði Ólympíulágmarki (MQS) í tveimur greinum árinu, í loftskammbyssu 15 sinnum og í frjálsri skammbyssu 6 sinnum.
Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu.
Jórunn bætti Íslandsmetið í 60 skotum liggjandi riffli á árinu.
Hún varð Íslandsmeistari ,0sffliggjandi ins komst hlda sem Skotí 60skota liggjandi riffli. Einnig varð hún Reykjavíkurmeistari í Loftskammbyssu.
Hún náði Ólympíulágmarki (MQS) í þremur greinum hérlendis á árinu, í loftskammbyssu 7 sinnum, í loftriffli 6 sinnum og í 60 skotum liggjandi riffli 2 sinnum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ólympíu-og heimsmeistarar í heimsókn Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 03. janúar 2015 16:28

2015 petraniccoloegilshollimg_3819Þessa dagana eru tveir af bestu riffilskotmönnum í heiminum í dag í heimsókn á Íslandi. Þetta eru Ítalska parið Niccolo Campriani (f.1987) og Petra Zublasing (f.1989). Þau eru hér í einkaerindum við náttúruskoðun og afslöppun. Þau hafa þegar tryggt sér sæti á næstu Ólympíuleikum í Brasilíu. Niccolo vann gullið á Ólympíuleikunum í London 2012 ásamt því að hafa unnið heimsbikarúrslitin nú í haust. Hann er sem stendur í 4.sæti á heimslistanum í tveimur greinum, þrístöðu og loftriffli. Petra varð heimsmeistari í þrístöðu riffli á heimsmeistaramótinu í Granada á Spáni í september s.l. Hún á einnig heimsmetið með úrslitum í þrístöðu riffli. Petra er í öðru sæti á heimslistanum í tveimur greinum, þrístöðuriffli og loftriffli. Þau skoðuðu aðstöðu félagsins í Egilshöllinni í morgun ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni og leist ákaflega vel á það sem í boði er, enda búnaðurinn með þeim besta sem völ er á í dag. Kæmi ekki á óvart þó við sæjum þau aftur hér í heimsókn og þá með rifflana sína meðferðis.

AddThis Social Bookmark Button
 
Gleðilegt nýtt ár... Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 31. desember 2014 15:51

Stjórn Skotfélags Reykjavíkur þakkar félagsmönnum og velunnurum félagsins starfið á árinu sem er að líða !

Stjórn félagsins óskar öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári !

AddThis Social Bookmark Button
 
Áramótinu í Skeet er lokið Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 31. desember 2014 15:02

2014 ornvaldskeet2014 aramot skeetÁramótinu í haglabyssugreininni Skeet er lokið. Skotnir voru 3 hringir eða 75 skífur. Örn Valdimarsson sigraði með 64 stig, Kjartan Örn Kjartansson varð annar með 61 stig og Karl F. Karlsson varð þriðji með 59 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Áramótinu í riffli lokið Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 31. desember 2014 14:33

pc310095 copypc310092Áramótinu í riffli er lokið og sigraði Daníel Sigurðsson með 190 stig, Hilmir Valsson varð annar með 187 stig og Hjörtur Stefánsson varð þriðji með 183 stig. Myndir frá mótinu eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>

Síða 132 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing