Laugardagur, 19. júlí 2014 17:48 |
Íslandsmóti kvenna í SKEET lauk í dag og varð Dagný H. Hinriksdóttir (SR) hlutskörpust með 39 dúfur og hlýtur því titilinn Íslandsmeistari STÍ í SKEET kvenna. Helga Jóhannsdóttir (SÍH) varð önnur með 38 dúfur og Snjólaug M. Jónsdóttir (MAV) þriðja með 37 dúfur. Var spennan mikil enda skilur bara 1 dúfa á milli sæta. Í liðakeppni var aðeins lið frá SR en þær skutu nýtt íslandsmet eða 102 dúfur samanlagt. Í þriðja flokki var Helga Jóhannsdóttir (SÍH) efst og Snjólaug önnur en Dagný H. Hinriksdóttir (SR) var efst í Opnum flokki, Lísa Óskarsdóttir (SR) önnur og Guðbjörg Konráðsdóttir (SÍH) þriðja.
Hér má nálgast úrslitin á pdf formi.
|
|
Föstudagur, 18. júlí 2014 15:00 |
Hér kemur tímataflan fyrir Íslandmótið í SKEET 2014
|
Fimmtudagur, 17. júlí 2014 14:30 |
Íslandsmótið fer fram á völlum SR á Álfsnesi laugardag og sunnudag. Mótið hefst kl 10:00 báða dagana.
Opið verður fyrir keppendur mótsins til æfinga föstudaginn 18. júlí milli kl 16:00 og 21:00 - að öðruleiti er svæðið lokað !
|
Laugardagur, 12. júlí 2014 21:38 |
Á Akranes Open mótinu í skeet, sem haldið var á velli Skotfélags Akraness um helgina sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr SR með 110 stig, Stefán G. Örlygsson úr SKA varð annar með 108 stig og Örn Valdimarsson úr SR þriðji með 107 stig. Í B-úrslitum sigraði Kjartan Ö. Kjartansson með 95 stig, Karl F. Karlsson varð annar með 91 stig og Gunnar Sigurðsson varð þriðji með 87 stig en þeir koma allir frá SR. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir með 55 stig og Eva Ósk Skaftadóttir varð önnur með 54 stig en báðar koma þær úr SR.
|
Föstudagur, 11. júlí 2014 11:25 |
Á morgun laugardag verður riffilmót á Álfsnesi kl.10-12 en riffilvöllurinn opnar svo aftur kl.12. Skeet vellirnir eru opnir að venju kl.10-18
|
Þriðjudagur, 08. júlí 2014 10:14 |
STÍ var að birta skorlistann í skeet og er hann aðgengilegur hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 140 af 296 |