Föstudagur, 10. apríl 2015 13:13 |
Vegna slæmrar verðurspár verður lokað á skotsvæðinu á Álfsnesi á morgun laugardag en samkvæmt heimild í starfsleyfi flytjum við opnunina fram á SUNNUDAG kl.12-18
|
|
Föstudagur, 10. apríl 2015 07:24 |
Ásgeir Sigurgeirsson var að ljúka undankeppninni í frjálsri skammbyssu í Kóreu. Hann flaug áfram í aðalkeppnina með fínu skori, 560 stig. Þess má geta að Íslandsmet hans er 565 stig. Aðalkeppnin fer svo fram á morgun.
|
Laugardagur, 04. apríl 2015 18:17 |
 Örn Valdimarsson úr SR sigraði á Páskamóti SR í skeet sem haldið var á Álfsnesi í dag. Hann endaði með 107 stig. Í öðru sæti varð Guðmann Jónasson úr MAV með 95 stig og í þriðja sæti Karl F. Karlsson úr SR með 87 stig.
|
Miðvikudagur, 01. apríl 2015 15:01 |
Uppfærður styrkleikalisti Skotsambands Evrópu var að birtast. Þar er ánægjulegt að sjá íslenska konu í fyrsta skipti inná skammbyssulistanum. Það er Jórunn Harðardóttir sem fer inn í 75.sæti, eftir góðan árangur á Evrópumeistaramótinu í Hollandi í síðasta mánuði í loftskammbyssu. Aðrir íslenskir afreksmenn sem eru inná listanum eru Hákon Þ.Svavarsson og Sigurður U. Hauksson í haglabyssu, Íris E.Einarsdóttir í loftriffli og svo Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu sem og frjálsri skammbyssu.
|
Þriðjudagur, 31. mars 2015 22:29 |
Hið árlega Páskamót SR í skeet verður á laugardaginn kemur á Álfsnesi. Mæting kl.10:30. Skráning með tölvupósti á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða bara á staðnum.. Skotið verður með nýju Mattarelli-kastvélunum og svo stefnir allt í að raddstýrirkerfið (Voice Control frá Progetti)verði einnig notað í fyrsta skipti.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 124 af 296 |