Miðvikudagur, 27. maí 2015 08:52 |
Lokað verður á skotsvæðinu okkar á Álfsnesi fram yfir Smáþjóðaleikana. Við opnum aftur laugardaginn 6.júní n.k. kl.10. Uppsetning búnaðar vegna keppni leikanna stendur nú yfir og verður aðeins opið fyrir æfingar keppnisliða félagsins á þessum tíma og síðan hefjast leikarnir í næstu viku.
|
|
Mánudagur, 25. maí 2015 18:21 |
Á morgun þriðjudaginn 26.maí þurfum við aðstoð á Álfsnesi við að leggja 300 fermetra af túnþökum. Mætum öll kl.18:00 og hespum þessu af. Eins þarf að sá grasfræjum í nokkra fermetra.
|
Fimmtudagur, 21. maí 2015 17:42 |
Aðalfundur félagsins verður haldinn í félagsheimilinu á Álfsnesi fimmtudaginn 28.maí n.k. og hefst hann kl.19:00
|
Laugardagur, 16. maí 2015 19:01 |

   Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði, með 613,2 stig, á Landsmóti STÍ í 50 metrum liggjandi en keppt var í fyrsta skipti úti, á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Vígðar voru nýju tölvubrautirnar frá SIUS sem verða notaðar á Smáþjóðaleikunum í byrjun Júní. Í örðu sæti varð Valur Richter úr SÍ með 607,9 stig og í 3ja sæti hafnaði Ívar Már Valsson úr SÍ með 601,6 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.800,2 stig en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson. Sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1.796,3 stig, en sveitna skipuðu Valur Richter, Ívar Valsson og Leifur Bremnes. Í kvennaflokki var einn keppandi, Jórunn Harðardóttir með 607,7 stig. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.
|
Fimmtudagur, 14. maí 2015 15:43 |
Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni í frjálsu skammbyssunni í 24.sæti með 554 stig. Hann keppir svo í loftskammbyssu á mótinu á mánudaginn kl.14:15.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 122 af 298 |