Íslandsmót í Egilshöll á laugardag Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 22. apríl 2015 14:19

2015 loftbyssa islmot ridlarÍslandsmótið í loftbyssugreinunum verður haldið í Egilshöllinni laugardaginn 25.apríl. Keppnisæfing er kl.18:30 - 20 á föstudag. Ekki verður haldinn final að þessu sinni.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmeistarar í þríþraut með riffli Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 19. apríl 2015 14:14

2015 tritraut islmot201550m123img_4387201550mjorunnhelgiimg_4402201550mlidsrimg_4392Á Íslandsmótinu í þríþraut með riffli í dag, varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR Íslandsmeistari karla, en þeir skjóta 3x40 skotum, með 1.100 stig, sem jafnframt er nýtt Íslandsmet.Â Í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr SK með 1,035 stig og í 3ja sæti Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 960 stig. Í kvennaflokki, en þær skjóta 3x20 skotum, varð Jórunn Harðardóttir Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti 531 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti, 2.897 stig en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi Christensen, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Friðriksson.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu er lokið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 18. apríl 2015 15:27

2015 stodlud islmot 18aprilgretarmaraxelsislmstd2015Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu er lokið og varð Grétar Mar Axelsson úr SA Íslandsmeistari með 533 stig, Jón Þ.Sigurðsson úr SFK varð annar með 509 stig og Karl Kristinsson þriðji með 508 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Akureyrar með 1,460 stig, í öðru sæti varð A-sveit  Skotfélags Reykjavíkur með 1,456 stig og í þriðja sæti hafnaði B-sveit Skotfélags Kópavogs með 1,437 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting Íslandsmótsins á laugardag Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 15. apríl 2015 11:25

Riðlaskipting Íslandsmótsins í Staðlaðri skammbyssu sem haldið verður í Egilshöllinni á laugardaginn 18.apríl er komin hérna. Alls eru 17 keppendur skráðir til leiks. Keppnisæfing er á föstudaginn kl.18:00 - 19:30

2015 std islmot ridlar

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir í 15.-23.sæti í loftskammbyssu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. apríl 2015 08:52

asgsig loft m steyrÁsgeir Sigurgeirsson lauk í nótt keppni í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í Changwon í S-Kóreu. Hann endaði 15.-23.sæti með 579 stig en 581 stig þurfti til að ná inn í átta manna úrslit.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir endaði í 5.sæti í Kóreu Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 11. apríl 2015 08:21

asgeir 2013 free  0172015 wc korea 06 asgeir027_fp2015 wc korea 012015 wc korea 022015 wc korea 032015 wc korea 04Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur var að ljúka keppni á Heimsbikarmótinu í Suður Kóreu. Hann komst inní 8 manna úrslitin í þriðja sæti með 565 stig í Frjálsri skammbyssu (FP-Free pistol). Það er jöfnun á Íslandsmetinu sem hann á sjálfur síðan 2011. Þetta er besti árangur Ásgeirs og Íslendinga í Ólympískri skotfimi hingað til. Hann var í keppni við alla bestu skotmenn heims í þessari erfiðu grein þar sem allflestir af 84 keppendum mótsins eru atvinnumenn í greininni og allir í efstu 30 sætunum nema Ásgeir. Sjá má myndband frá úrslitunum hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>

Síða 123 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing