Miðvikudagur, 22. apríl 2015 14:19 |
Íslandsmótið í loftbyssugreinunum verður haldið í Egilshöllinni laugardaginn 25.apríl. Keppnisæfing er kl.18:30 - 20 á föstudag. Ekki verður haldinn final að þessu sinni.
|
|
Sunnudagur, 19. apríl 2015 14:14 |
   Á Íslandsmótinu í þríþraut með riffli í dag, varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR Íslandsmeistari karla, en þeir skjóta 3x40 skotum, með 1.100 stig, sem jafnframt er nýtt Íslandsmet.Â Í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr SK með 1,035 stig og í 3ja sæti Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 960 stig. Í kvennaflokki, en þær skjóta 3x20 skotum, varð Jórunn Harðardóttir Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti 531 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti, 2.897 stig en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi Christensen, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Friðriksson.
|
Laugardagur, 18. apríl 2015 15:27 |
 Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu er lokið og varð Grétar Mar Axelsson úr SA Íslandsmeistari með 533 stig, Jón Þ.Sigurðsson úr SFK varð annar með 509 stig og Karl Kristinsson þriðji með 508 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Akureyrar með 1,460 stig, í öðru sæti varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,456 stig og í þriðja sæti hafnaði B-sveit Skotfélags Kópavogs með 1,437 stig.
|
Miðvikudagur, 15. apríl 2015 11:25 |
Riðlaskipting Íslandsmótsins í Staðlaðri skammbyssu sem haldið verður í Egilshöllinni á laugardaginn 18.apríl er komin hérna. Alls eru 17 keppendur skráðir til leiks. Keppnisæfing er á föstudaginn kl.18:00 - 19:30

|
Sunnudagur, 12. apríl 2015 08:52 |
Ásgeir Sigurgeirsson lauk í nótt keppni í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í Changwon í S-Kóreu. Hann endaði 15.-23.sæti með 579 stig en 581 stig þurfti til að ná inn í átta manna úrslit.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 123 af 296 |