Sunnudagur, 02. desember 2012 15:13 |
Mótunum lokið í Þýskalandi niðurstaðan var að SV Groß und Kleinkaliber tapaði 3-2 í fyrra mótinu og eins í seinna mótinu. Ásgeir Sigurgeirsson vann sínar viðureignir skorið hjá honum í fyrra mótinu var 381 og 387 í seinna mótinu.
|
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:39 |
Einsog ávallt síðustu áratugi er starfsemi á útisvæði félagsins takmarkað yfir vetrartímann. Keppnistímabili útigreina er lokið og hefst það starf ekki fyrr en í vor. Við verðum með opið á laugardögum í allan vetur en minnum skotmenn á að í Egilshöllinni er opið í allan vetur. Við minnum félagsmenn okkar á félaga okkar í nágrannasveitarfélögunum, einsog t.d. í Skotdeild Keflavíkur og í Skotíþróttafélagi Suðurlands ef menn vilja skjóta utan opnunartíma hjá okkur, þó um langan veg sé að fara. Birtu er nú farið að bregða ansi snemma og því virkir dagar birtuskertir og eins eru Sunnudagarnir ekki leyfðir hjá okkur. Hvort við fáum heimild til að nýta Sunnudagana í náinni framtíð er undir Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar komið og ekki tímabært að fjalla um það á þessum vettvangi.
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:16 |
 Ásgeir Sigurgeirsson keppir í Þýsku deildinni um helgina. Hann fer utan í fyrramálið og tekur æfingar á morgun. Síðan keppir hann í tveimur keppnum á sunnudeginum. Stjórn, fyrir hönd ALLRA félagsmanna, óskar honum alls hins besta í keppni við þá bestu.
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:15 |
Höfum fengið fjölda fyrirtækjahópa í heimsókn undanfarna daga og tölvuverður fjöldi er búinn að bóka tíma á næstu dögum og vikum. Vorum með góðan hóp í Egislhöllinni í dag og fáum mikinn fjölda um helgina.
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:12 |
Við fengum Alþingismenn í heimsókn í gær og voru þeim kynnt starfsemi félagsins. Kynningin var í tilefni fyrirliggjandi Vopnalagafrumvarps. Reiknum við með fleiri heimsóknum á næstu dögum og vikum í tengslum við frumvarpið.
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:06 |
Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar kom í árlega skoðun á svæði félagsins í síðustu viku. Starfsemi félagsins er í fínu lagi og umgengni á svæðinu einsog krafist er. Engin breyting verður á tímasetningum á opnunartímum félagsins, enda stífar tímareglur í starfsleyfi félagsins.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 192 af 296 |