SR Keppendur sigursælir á Íslandsmótinu í skeet Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. ágúst 2012 22:35

Keppendur SR voru sigursælir á Íslandsmótinu í skeet um helgina. Mótið var haldið á Akureyri að þessu sinni og tókst í alla staði mjög vel og var Skotfélagi Akureyrar til sóma. Íslandsmeistarar SR eru Ellert Aðalsteinsson í karlaflokki og 1.fl., Dagný H.Hinriksdóttir í kvennaflokki, Gunnar Sigurðsson í öldungaflokki, Karl F. Karlsson í 0.flokki, A-liðið í karlaflokki með innanborðs þá Ellert Aðalsteinsson, Stefán G. Örlygsson og Örn Valdimarsson og kvennaliðið með innaborðs þær Dagnýju H.Hinriksdóttur, Margréti E.Hjálmarsdóttur og Árnýju G. Jónsdóttur. Þær settu jafnframt nýtt Íslandsmet 98 stig !  Í aðalkeppninni var mjög tvísýnt um úrslit fyrr en í lokin en Ellert skaut 113 + 25 í final en Sigurþór Jóhannesson úr SÍH skaut 114+22 í final og munaði því aðeins tveimur stigum í lokin. Keppnin um 3ja sætið var einnig afar hörð og náði Örn Vadimarsson bronsinu en hann skaut 111+23 í final en Pétur Gunnarsson úr SÍH endaði með 111+21 í final. Í kvennakeppninni var sigur Dagnýar nokkuð öruggur en hún skaut 37+11 í final alls 48 stig sem jafnframt er nýtt Íslandsmet með final en Margrét E.Hjálmarsdóttir varð önnur með 34+8 í final. Í þriðja sæti varð svo Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 29+10 fínal.

sr keppendur islm 2012   008a lid sr skeet kv 2012  005a lid sr skeet 2012  004dagny islm 2012   006ellert islm 2012   007islmot sket 2012

AddThis Social Bookmark Button
 
Staðan eftir fyrri daginn á Íslandsmótinu Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 11. ágúst 2012 19:12

Eftir fyrri daginn er,Sigurþór Jóhannesson SÍH fyrstur með 67 stig, í 2.-3.sæti eru okkar menn Örn Valdimarsson og Ellert Aðalsteinsson jafnir með 66 stig, Pétur Gunnarsson SÍH er í 4.sæti með 65 stigStefán G.Örlygsson SR er í 5.-7.sæti með 64 stig. Í kvennaflokki eru okkar konur aðmgera góða hluti og leiðir Dagný H.Hinriksdóttir með 37 stig, Margrét E.Hjálmarsdóttir er önnur með 34 stig, Árný G.Jónsdóttir er með 27 stig í 4.sæti og Sigurveig Björgólfsdóttir er í 7.sæti. A-liðin okkar í bæði karla og kvennakeppninni leiða eftir fyrri daginn. Það verður hrikalega spennandi keppni á morgun. Úrslitin í kvennakeppninni hefjast kl.14:00 og kl.14:45 í karlaflokki. Verðlaunaafhending er svo kl.15:45. /gkg/

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting Íslandsmótsins Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 08. ágúst 2012 18:42

Riðlaskipting Íslandsmótsins í Skeet á Akureyri er komin hérna. og tímataflan hér. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Um Íslandsmótið í skeet Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 07. ágúst 2012 18:32

Hér koma nokkrar upplýsingar vegna Íslandsmótsins í SKEET, sem haldið verður á Akureyri um næstu helgi:

1. Kvennafinalinn verður á sunnudeginum. Verður næstur á undan karlafinalinum.

2. Skotsvæðið verður opið fyrir keppendur á föstudaginn á milli kl. 12 og 20.

3. Boðið verður upp á íslenska kjötsúpu í hádeginu á laugardeginum og ávexti. Á sunnudaginn verður brauð, álegg og ávextir.

4. Mótsgjaldið er 7000 kr. fyrir karla og 5000 kr. fyrir konur.

Tímasetningar og riðlaskipting detta inn á morgun.

AddThis Social Bookmark Button
 
Veiðirifflamót SR 19. ágúst Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 05. ágúst 2012 20:32
Mæting er kl.10:00 en keppni hefst kl.11:00 - Gott væri að fá forskráningu á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. annars er bara að mæta og skjóta.
Mótagjald verður kr. 1,500
AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Skotfimi á Ólympíuleikunum í London 2012 Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 05. ágúst 2012 19:42

vincent hancock ol 2012Skotfimi á Ólympíuleikunum er að ljúka en hægt er að skoða úrslit og myndir frá hverri grein hérna. Video eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 Næsta > Síðasta >>

Síða 196 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing