Fimmtudagur, 11. október 2012 18:18 |
Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, lagði í dag fram fumvarpið um ný Vopnalög. Fylgjast má með málinu á þessari slóð. Því var vísað til Allsherjar-og menntamálanefndar.
|
Fimmtudagur, 11. október 2012 14:06 |
Þá er mótaskrá STÍ fyrir kúlugreinarnar komin út. Fyrsta mót vetrarins verður Landsmót í Loftgreinunum sem verður haldið í Egilshöllinni laugardaginn 17.nóvember n.k. Skoða má mótaskrána nánar á heimasíðu Skotíþróttasambands Ísland: http://sti.is/
|
Föstudagur, 05. október 2012 11:57 |
Íslandsmót í Benchrest Score á 100+200 metrum verður haldið á Álfsnesi dagana 20. og 21. október nk. Keppt verður í HV-flokki riffla samkvæmt reglum IBS.
Mæting er kl. 10:30 - skottími hefst kl 12:00: Keppt er á laugardeginum á 100metrum og á sunnudeginum á 200 metrum. Samanlagður árangur úr báðum færum ræður úrslitum.
|
Mánudagur, 01. október 2012 15:50 |
Vetrarstarfið hefst í kvöld með opnun í Egilshöllinni. Opið verður samkvæmt auglýstri dagskrá mánudaga til fimmtudaga kl. 19 til 21 og flesta laugardaga kl. 11 til 13.
|