Mánudagur, 30. júlí 2012 09:05 |
A-sveitin okkar með þá Ellert Aðalsteinsson(107) Stefán G.Örlygsson(113)og Örn Valdimarsson(107) innanborðs sigraði á Landsmótinu í skeet sem haldið var í Þorlákshöfn um helgina með 327 stig. Í öðru sæti varð sveit SÍH með 312 stig en B-sveitin okkar með Guðmund Pálsson(105), Þorgeir M.Þorgeirsson(105) og Gunnar Sigurðsson(96) varð í 3ja sæti með 306 stig. Í kvennakeppninni sigraði Dagný Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 31+10=41 stig en í öðru sæti varð Margrét Hjálmarsdóttir einnig úr SR með 31+8=39 stig. Ath að í fréttinni í gær hafði finallinn ekki verið skráður þannig að þær skiptu á sætum. Í einstaklingskeppni karla sigraði Sigurþór Jóhannesson SÍH med 114+24=138 stig, annar varð Hákon Þ Svavarsson SFS með 116+21=137 stig og þriðji varð okkar maður Stefán G.Örlygsson SR með 113+19=132 stig. Fjórði varð Ellert Aðalsteinsson SR með107+24=131 stig, fimmti Jakob Leifsson SÍH 108+23=131 stig og sjötti Örn Valdimarsson SR með 107+23=130 stig. Gunnar Sigurðsson sigraði í öldungaflokki með 96 stig. Bræðurnir Karl F. Karlsson SR á 13-14-14-16-9=66 og Sigtryggur A. Karlsson SR á 12-14-9-15-16=66 urðu jafnir í O.fl. Þeir háðu bráðabana um fyrsta sætið og hafði Karl betur.
|
|
Sunnudagur, 29. júlí 2012 08:09 |
Ásgeir náði frábærum árangri í loftskammbyssu á ÓL í London í gær. Hann endaði í 14.sæti af 43 keppendum, með 580 stig, aðeins 3 stigum frá sæti í úrslitum ! Hann er greinilega í hörkuformi og verður spennandi að fylgjast með honum í frjálsu skammbyssunni á laugardaginn.
|
Þriðjudagur, 24. júlí 2012 09:54 |
Bergur Arthúrsson og Valdimar Long tóku sig til, hönnuðu, smíðuðu og settu upp ný borð og hillur í skotskýlið. Glæsileg smíði og fallegur frágangur. Jóhannes Kristjánsson aðstoðaði þá við lokafrágang. Þessi vinna var unnin í sjálfboðavinnu sem segir okkur að allar fréttir um að sjálfboðastarfið í félaginu sé dautt - séu stórlega ýktar.
Stjórn félagsins þakkar frábært framlag !
|
Sunnudagur, 22. júlí 2012 20:14 |
Hjörfleifur Hilmarsson sigraði á Minningarmótinu um Jónas Hallgrímsson 22. júlí sl. Í öðru sæti var Kjartan Friðriksson, Arnfinnur Jónsson í því þriðja og loks Sigurður hallgrímsson í fjórða sæti. Skotið var á 100 og 200 metrum (grúbbur) í suðaustan roki og rigningu. Athugið að vegna mistaka við útreikning úrslitana á mótsstað var búið að tilkynna önnur úrslit og leiðréttist það hér með.
Hér er hægt að nálgast úrslitin.
|
Miðvikudagur, 18. júlí 2012 13:51 |
Hægt er að fylgjast með fréttum af hreindýraveiðunum á Twitter síðu Umhverfisstofnunar hérna.
|
Miðvikudagur, 18. júlí 2012 13:45 |
Á heimasíðu Skotíþróttasambandsins eru nú komnir uppfærðir listar , annars vegar skorlistinn og hins vegar staðan til Bikarmeistara STÍ. Kíkið á fréttir á www.sti.is en þar eru linkar á listana í frétt dagsins.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 198 af 291 |