Benchrest mót 26 og 27 maí - FRESTAÐ ! Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 21. maí 2012 20:57

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu móti í Benchrest sem halda átti á Álfsnesi 26. og 27. maí. Þar sem mótið kemur uppá Hvítasunnuhelgi og margir komast ekki af augljósum ástæðum var tekin ákvörðun um að fresta mótinu og finna því aðra helgi sem hentar betur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem menn kunna að hafa orðið fyrir af þessari frestun. Mótið verðu auglýst hér síðar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Úrslit úr Big Bore mótinu komin Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 21. maí 2012 16:57

Úrslitin úr Big Bore mótinu um helgina eru nú komin hérna.

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotþing 2012 var haldið um helgina Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 21. maí 2012 10:23

34. Skotþing Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) fór fram í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum sl. laugardag. Alls voru 27 þingfulltrúar mættir og góð umræða var á þinginu sem þingforsetinn Jón S. Ólason stýrði röggsamlega. Starfsemi STÍ hefur vaxið stöðugt undangengin ár og síðasta ár var engin undantekning í þeim efnum. Í skýrlsu stjórnar kom m.a. fram góður árangur keppnisfólks á erlendum mótum sem og að stjórn sambandsins hefur unnið ötullega í erlendu samstarfi og er að njóta ávöxt af því í dag. Ný vopnalög sem eru í smíðum eru stærsta áhyggjuefni fyrir STÍ en ef þau yrðu samþykkt óbreytt myndi það þýða að STÍ þyrfti að fella niður nokkrar keppnisgreinar sem yrðu ólöglegar með samþykki þessara laga.
Halldór Axelsson var endurkjörinn formaður, Guðmundur Kr. Gíslason var kosinn í aðalstjórn og Jórunn Harðardóttir í varastjórn.
Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þeir Hafsteinn Pálsson og Friðrik Einarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ. Við þetta tækifæri sæmdi Friðrik Einarsson ritara STÍ, Kjartan Friðriksson, silfurmerki ÍSÍ fyrir störf hans í þágu íþróttahreyfingarinnar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Keppni lokið á Kýpur Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 20. maí 2012 11:21

Okkar menn hafa nú lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í haglabyssugreinunum á Kýpur. Örn Valdimarsson endaði á 106 stigum (18-22-24-22-20) og Sigurþór Jóhannesson endaði með 109 stig (22-22-22-22-21) Ekki blönduðu þeir sér í toppbaráttuna að þessu sinni en okkar dagur mun koma. Hægt er að sjá úrslitin hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir endaði með 553 stig í frjálsu skammbyssunni ! Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 20. maí 2012 09:32

Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni með 553 stig (95-90-95-88-93-92) í Milanó og endaði í 30.sæti, sem er flottur árangur en aðeins 50 efstu komust í úrslit. Hann pakkar nú saman og fer yfir til Munchen í Þýskalandi þar sem hann tekur þátt í næsta heimsbikarmóti.

AddThis Social Bookmark Button
 
Fyrri degi á Kýpur lokið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. maí 2012 19:19

Örn Valdimarsson er með 18 + 22 dúfur eftir fyrri daginn á Evrópumeistaramótinu á Kýpur í Skeet. Sigurþór Jóhannesson er með 22 + 22.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 Næsta > Síðasta >>

Síða 200 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing