Föstudagur, 29. júní 2012 12:06 |
Stjórn félagsins hefur í samráði við Íþróttabandalag Reykjavíkur frestað aðalfundi félagsins, til 6.september n.k. Nánar auglýst síðar.
|
|
Fimmtudagur, 28. júní 2012 15:48 |
Umhverfisstofnun var að tilkynna framlengdan frest til töku hreindýraprófs til 19.júlí. Við hvetjum þó leyfishafa til að skrá sig í próf sem fyrst því gríðarleg ásókn er í próftöku hjá okkur. Við höfum þurft að vísa mönnum frá en nú ætti að rætast úr og þeir sem vilja taka prófið hjá SR geta fengið tíma. Við hvetjum alla til að stunda æfingar á venjulegum opunartíma á svæðinu, sjá nánar undir opnunartímar.
|
Miðvikudagur, 27. júní 2012 15:13 |
Ásgeir Sigurgeirsson skammbyssuskytta er á leiðinni á Ólympíuleikana í London !! Alþjóða Skotíþróttasambandið var að tilkynna okkur um að við fáum úthlutað kvótaplássi á leikana í Frjálsri skammbyssu karla. Þar sem Ásgeir hefur líka náð ólympíulágmarki í Loftskammbyssu mun hann einnig taka þátt í þeirri grein. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur skotmaður tekur þátt í skammbyssugreinum á Ólympíuleikum.
|
Miðvikudagur, 27. júní 2012 10:46 |
Riffilmóti Norma/Hlað sem halda átti 8.júlí hefur verið frestað um viku og verður því haldið 15.júlí. Skráning er í versluninni Hlað til 13.júlí.
|
Sunnudagur, 24. júní 2012 20:34 |
A-lið SR sigraði á landsmóti STÍ í skeet, sem haldið var á Blönduósi um helgina. Í sveittinni eru þeir Örn valdimarsson, Ellert Aðalsteinsson og Þorgeir Már Þorgeirsson. Í karlaflokki sigraði Hákon Þ.Svavarsson úr SFS með 114+23, í öðru sæti Örn Valdimarsson úr SR með 108+22 og í þriðkja sæti Ellert Aðalsteinsson úr SR með 109+18. Í unglingaflokki sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr SKH með 103 stig.
|
Laugardagur, 23. júní 2012 21:13 |
Á landsmóti STÍ í skeet, sem haldið er á Blönduósi um helgina, sigraði Dagný H.Hinriksdóttir úr SR í kvennaflokki með 29 stig en Margrét Elfa Hjálmarsdóttir einnig úr SR varð önnur með 25 stig ! Til hamingju stelpur !! Í karlaflokki er Hákon Þ.Svavarsson úr SFS fyrstur eftir fyrri daginn með 67 stig, Ellert Aðalsteinsson úr SR er annar með 66 stig og jafnir í 3.-4.sæti eru þeir Örn Valdimarsson úr SR og Guðmann Jónasson úr MAV með 64 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 200 af 291 |