Kvennaskotmót í haglabyssu-skeet Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 23. september 2013 13:02

2013 skeet kvenna sepLaugardaginn síðastliðinn fór fram Kvennaskotmótið Skyttan í Skeet og er þetta annað árið sem mótið fer fram. Keppendur að þessu sinni voru ellefu talsins. Markmiðið með mótinu er að kynna íþróttina fyrir konum og aðeins að hrista þær saman. Keppt er í tveim flokkum, nýliðar og svo reynslumeiri skyttur. Nýliðarnir skjóta 50 dúfur á völdum pöllum en reynslumeiri skjóta 75 dúfur.Skotfélag Reykjavíkur átti fimm keppendur á mótinu, tvær sem kepptu í nýliðum og svo þrjár í flokki reynslumeiri. Nýliðarnir hjá SR stóðu sig eins og hetjur og fóru heim með fyrsta og þriðja sæti sem er alveg frábær árángur. Það voru þær C.Lisa Óskarsdóttir úr SR sem fór með sigur ‚ Ásrún úr SIH var önnur og Ása Jakops SR hreppti þriðja sætið. Í flokki reyslumeiri var það svo Helga úr SIH sem fór með sigur af hólmi, okkar kona  Árný endaði í öðru sæti og Guðbjörg úr SIH var svo þriðja. Mótið var alveg frábært í alla staði, veðrið lék við okkur, allir mættu með góða skapið og erum við strax farnar að hlakka til að halda mótið að ári hjá okkur í SR J

AddThis Social Bookmark Button
 
Bergur Arthursson varð Íslandsmeistari í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 22. september 2013 15:47

br islm2013 skor efstubr islm2013 soffiabergsbr islm2013 bergarthriffbr islm2013 dansigbr islm2013 egillragnbr islm2013 valdlongbr islm2013 hjorlhilmbr islm2013 kjartfriBergur Arthursson úr SR varð Íslandsmeistari í Bench Rest riffli í dag. Keppt var í skori á 100 og 200 metrum. Skorið hjá honum var mjög gott eða 250 stig+16x á 100 metrum og 249 stig+8x á 200 metrum eða alls 499 stig af 500 mögulegum + 24xur af 50 mögulegum. Í öðru sæti varð Daníel Sigurðsson einnig úr SR með 250/11x+249/2x= 499 stig+13x. Í þriðja sæti hafnaði Egill Þ.Ragnarsson úr SR með 250/15x+248/5x= 498 stig+20x. Myndir frá mótinu eru komnar hérna og nánari úrslit birtast svo á úrslitasíðu STÍ eftir helgina./gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
Staðan eftir fyrri daginn á Íslandsmótinu í Bench Rest Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 21. september 2013 15:46

p9210220Eftir fyrri daginn á 100 metra færi er staðan á Íslandsmótinu í Bench Rest í skori þannig að Bergur Arthursson er fyrstur með 250/16x, Hjörleifur Hilmarsson annar með 250/15x og Egill Þ.Ragnarsson þriðji einnig með 250/15x. Keppnin er hnífjöfn einsog sjá má af því að sjöundi maður er með 249/10x. Nokkrar myndir frá mótinu eru komnar hérna. Á morgun heldur keppnin áfram og verður þá skotið á 200 metra færi. /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
Brautaskipting á Íslandsmótinu í Bench Rest Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 16. september 2013 14:18

Brautaskipting á Íslandsmótinu um helgina verður ákveðin með útdrætti. Drátturinn verður kl.19:00 á fimmtudaginn á Álfsnesi og verður dregið um brautir fyrir báða keppnisdagana. Mótsgjald er kr. 3500kr.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmeistaramót í Benchrest dagana 21. og 22. sept.... Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 14. september 2013 19:17

Íslandsmeistaramót í Benchrest Skor HV-flokki, 100m og 200m, verður haldið dagana 21. og 22. sept nk. Við minnum keppendur á að skráningu í mótið lýkur þriðjudagin kemur. Keppt verður á 100m á laugardeginum og 200m á sunnudeginum. Mótið hefst kl 10:00 báða dagana. Mæsting er samkvæmt reglum Stí. Skotskýlið verður lokað á laugardeginum fyrir aðra starfsemi til kl 14:00, eða þar til mótinu lýkur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Örn sigraði um helgina Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 09. september 2013 11:10

 skeet ornvÁ Bikarmeistaramóti STÍ í skeet sem haldið var í Hafnarfirði um helgina sigraði Örn Valdimarsson úr SR. Í öðru sæti varð Guðlaugur B. Magnússon úr SA og í þriðja sæti varð Sigurður U. Hauksson frá Húsavík. Guðlaugur varð jafnframt Bikarmeistari STÍ 2013. Í kvennaflokki sigraði Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV, önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr SÍH og í 3ja sæti Dagný H. Hinriksdóttir úr SR. Snjólaug varð einnig Bikarmeistari STÍ 2013 í kvennaflokki. Nánari úrslit eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>

Síða 156 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing