Föstudagur, 20. desember 2013 21:37 |
Egilshöllin er nú komin í Jólafrí. Æfingar hefjast aftur 6.Janúar 2014.
|
|
Þriðjudagur, 17. desember 2013 21:52 |
Tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Reykjavíkur í 35. sinn miðvikudaginn 18. desember næstkomandi. Í tilefni dagsins standa ÍBR og ÍTR
|
Nánar...
|
Þriðjudagur, 17. desember 2013 09:54 |
Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2013 :
|
Nánar...
|
Mánudagur, 16. desember 2013 12:54 |
Áramót Skotfélags Reykjavíkur í riffilskotfimi verður haldið á skotsvæði félagsins Álfsnesi á gamlársdag þann 31. Desember. Mæting er kl 10:00 og verður byrjað strax og birta leyfir.
Keppt verður í 2 flokkum, með rest og afturpoka annars vegar og af tvífæti og án afturstuðnings hins vegar. Þáttaka er öllum frjáls en hlaupabremsur eru bannaðar.
Skotið verður á scoreskífur 5 skot á 100 metrum 5 skot á 200 metrum og 5 skot á 300 metrum ef tími gefst til. Mótsnefnd áskilur sér hins vegar rétt til breytinga ef fjöldi þáttakenda er meiri en svo að tími vinnist til eða vegna veðurs .
Farið verður nánar yfir reglurnar á staðnum.
Þáttökugjald er kr 1000 fyrir félagsmenn SR. en kr 2000 fyrir aðra. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig hjá SR:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Í síðasta lagi sunnudaginn 29.Desember.
Riffilnefnd Skotfélags Reykjavíkur.
|
Föstudagur, 13. desember 2013 13:52 |
Vikuna 15. til og með 19.des verður í gangi Jólamót SR í BR50 með cal.22lr (ekki hi-vel skot) og verður skotið á hefðbundnum opnunartíma. Fyrirkomulagið er þannig að menn fá merkta þeim BR50 skotskífu hjá æfingastjóra og skjóta á 30 mínútum 25 skotum. Færa skal inn á skífuna nafn, riffiltegund,sjónauka og skot. Æfingastjóri tekur við skífu og geymir á skrifstofunni. Mótsstjórn telur svo út stigin að loknu móti. Keppt verður í 4 flokkum og getur hver keppandi tekið þátt í þeim öllum ef hann á riffil sem uppfyllir skilyrðin.
1. Sporter flokkur, 0-3,855 kg og mesta stækkun á sjónauka má vera 6,5x. Leyfilegt er að nota stærri sjónauka en þá skal hann teipaður á 6,5x stækkunina.
2. Light Varmint flokkur, 3,856-4,762 kg.
3. Heavy Varmint flokkur, 4,763-6,800 kg.
4. Opinn flokkur, 6,801 kg eða þyngri.
Menn geta nú mætt með nánast hvaða cal.22lr riffil sem er og tekið þátt við bestu aðstæður.
Mótagjald í hverjum flokki er kr. 100 að viðbættu hefðbundnu æfingagjaldi skv.gjaldskrá.
|
Sunnudagur, 08. desember 2013 16:57 |
 Jón Þór Sigurðsson úr SFK setti nýtt Íslandsmet í enskum riffli, 60 skotum liggjandi, á landsmóti STÍ í Kópavogi í dag. Hann hlaut 618,3 stig. Arnfinnur A. Jónsson úr SFK varð annar með 614,8 stig og Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð þriðji með 604,6 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 597,5 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 159 af 296 |