Sunnudagur, 07. júlí 2013 16:20 |
Að lokinni keppni í skotgreinunum voru lið Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR og Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK jöfn með 79 stig hvort samband. ÍBR fékk 19 stig í skeet, 12 stig í enskum riffli og 48 stig útúr loftgreinunum. UMSK fékk ekkert stig í skeet, 32 stig í enskum riffli og 47 stig í loftgreinunum. Liðin skiptu því með sér gullinu og hutu bæði eignarbikar.
|
|
Laugardagur, 06. júlí 2013 09:44 |
Ásgeir Sigurgeirsson komst örugglega áfram í aðalkeppnina á heimsbikarmótinu í Granada á Spáni. Hann keppti í fyrri riðlinum í morgun, í Frjálsri skammbyssu og endaði með fínt skor, 94 95 93 88 92 90 eða alls 552 stig. Aðalkeppnin er svo á morgun
|
Föstudagur, 05. júlí 2013 19:05 |
 Ellert Aðalsteinsson úr SR sigraði í haglabyssugreininni SKEET á Landsmóti UMFÍ í dag. Í þriðja sæti varð annar SR-ingur, Stefán Gísli Örlygsson og Karl F.Karlsson varð í tíunda sæti. Þeir kepptu allir fyrir ÍBR, Íþróttabandalag Reykjavíkur og höluðu inn 19 stigum í liðakeppninni. Nánari úrslit hér til hliðar. Keppni í enskum riffli, sem halda átti á morgun, hefur verið flutt til Kópavogs vegna veðurs og hefst kl.10:00 í Digranesi. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á heimasíðu Skotfélags Kópavogs.
|
Þriðjudagur, 02. júlí 2013 17:13 |
Heimsbikarmótið í Granada á Spáni er nú að hefjast. Í fyrramálið heldur Ásgeir Sigurgeirsson utan en hann keppir í Frjálsri skammbyssu á laugardag og sunnudag. Á miðvikudaginn keppir hann svo í loftskammbyssu. Hákon Þ.Svavarsson og Ellert Aðalsteinsson fljúga svo út á sunnudaginn og keppa í skeet á miðvikudag og fimmtudag. Hægt verður að fylgjast með keppni þeirra á heimasíðu ISSF hérna.
|
Þriðjudagur, 02. júlí 2013 17:05 |
Landsmót UMFÍ á Selfossi hefst á fimmtudaginn með keppni í skeet á velli SFS í Þorlákshöfn og heldur áfram á föstudeginum. Á laugardaginn er keppt í enskum riffli í Þorlákshöfn og á sunnudaginn í loftskammbyssu og loftriffli í reiðhöllinni við Brávelli. Keppni hefst alla dagana kl.10:00. Við eigum fjóra keppendur í hverri grein en okkar fólk keppir undir merkjum ÍBR, Íþróttabandalags Reykjavíkur.
|
Sunnudagur, 23. júní 2013 20:04 |
Unglingurinn frá Húsavík, Sigurður Unnar Hauksson (106), sigraði á landsmótinu eftir keppni við Hákon Þ. Svavarsson úr SFS sem var efstur eftir undankeppnina og jafnaði þar Íslandsmetið með 115 stig. Okkar maður Örn Valdimarsson (107) varð þriðji eftir harða keppni við annan SR-ing, Ellert Aðalsteinsson (104). Í fimmta sæti varð Jakob Þ. Leifsson (110) úr SÍH og í 6. sæti okkar maður Guðmundur Pálsson (103). Í liðakeppni sigraði A-sveit SR með 302 stig og sveit SA hafnaði í öðru sæti með 300 stig. SÍH varð svo í 3ja sæti með 294 stig.
Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir (32) úr SÍH, önnur varð Snjólaug M. Jónsdóttir (33) úr MAV, sem jafnaði Íslandsmetið og þriðja Anný B. Guðmundsdóttir (16) úr SÍH. Okkar dama, Dagný Hinriksdóttir (31), varð í fjórða sæti.
Nánari úrslit má sjá hér
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 171 af 296 |