Miðvikudagur, 15. maí 2013 15:30 |
Hreindýraprófin eru að hefjast. Nánari upplýsingar eru hérna. Síminn er 843-0280
Hægt er að skrá sig til próftöku hjá prófdómara okkar í síma 843-0280. Gjaldið er kr. 4,500 fyrir hvert próf og verður það að greiðast fyrir próftöku. Greiðsla verður að berast á reikning Skotfélags Reykjavíkur nr. 0516-26-000899, kt. 600269-2919 og afrit sent í tölvupósti á:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Prófin verða að öllu jöfnu haldin mánudaga og þriðjudaga kl.10:00 -14:00.. Ýmsar upplýsingar varðandi próftökuna eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar. Minnum veiðimenn sérstaklega á að mæta til próftökunnar með löglegar veiðikúlur skv reglugerð, ekki heilar eða match kúlur, þær eru ekki leyfðar í próftöku !!
Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að ENGIN önnur gjöld eru tekin fyrir próftökuna !!
|
|
Sunnudagur, 12. maí 2013 14:50 |
Eiríkur Björnsson sigraði á Big Bore móti Hlað á Álfsnesi í dag. Hann endaði með 81 stig. Annar varð Pálmi S. Skúlason með 75 stig og Arnfinnur Jónsson varð þriðji með 73 stig. Nánari úrslit eru hérna. Hér má sjá Erík hleypa einu skoti af. Hér einnig myndband af Daníel taka eitt skot úr tvíhleypunni sinni.
|
Laugardagur, 11. maí 2013 08:57 |
Við minnum keppnisfólk okkar í skeet á næsta landsmót STÍ, sem haldið verður á velli Skotdeildar Keflavíkur í Höfnum um næstu helgi. Skráningu lýkur á þriðjudaginn. Þið skráið ykkur á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|
Miðvikudagur, 08. maí 2013 11:14 |
Í gærkvöldi fór fram silúettumót á 100 metrum á Álfsnesi. Úrslitin eru hérna.
|
Þriðjudagur, 07. maí 2013 14:45 |
BIG BORE Hlað riffilkeppnin verður haldin sunnudaginn 12. maí á velli SR Álfsnesi, hefst kl 13.00, æfingarskot leyfð milli kl. 12.00 - 12.40. Lágmarkshlaupvídd cal. .338 eða 8,5 mm.Keppnisfyrirkomulag hefðbundið 10 skot fríhendis á 100 m. á 30 mínútum, skotvettlingar, ólar eða skotjakkar ekki leyfðir. Skráning til föstudagsins 10. maí kl. 18.00 í verslun Hlað Bíldshöfða 12, keppnisgjald 990 krónur, glæsileg verðlaun að vanda.
Fyrstu verðlaun er gjafabréf frá Icelandair, sem er ígildi Evrópufarseðils, ekki amarlegt það.
Frábær skemmtun til að taka þátt í og til að horfa á.
|
Sunnudagur, 05. maí 2013 14:24 |
Á Vormóti SR í Bench Rest sem var að ljúka, sigraði Valdimar Long með 0,4688 stig (gr.agg.), annar varð Kjartan Friðriksson með 0,5125 stig og þriðji Bergur Arthursson með 0,5565 en þeir keppa allir fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Næstu menn voru Hjörleifur Hilmarsson SFK með 0,5853, Daníel Sigurðsson SR með 0,6265 og Kristján R. Arnarson SKH með 0,6302 stig. Nálgast má nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni hérna og einnig syrpa hjá Halldóri Nikulássyni hérna. Bráðabirgða skorblað og tækjalisti er hérna, en eftir á að umreikna tommurnar í mm. Athugið að skjalið er tvær blaðsíður. /gkg
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 178 af 296 |