Fimmtudagur, 20. júní 2013 22:38 |
Á aðalfundi Skotfélags Reykjavíkur, sem haldinn var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld, var Jórunn Harðardóttir kjörin formaður félagsins til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Kr. Gíslason, Kjartan Friðriksson, Örn Valdimarsson og Arnbergur Þorvaldsson í aðalstjórn og í varastjórn Sigfús Tryggvi Blumenstein og Hermann Kristjánsson.
|
|
Miðvikudagur, 19. júní 2013 21:11 |
Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World , Alþjóða Körfuknattleikssambandsins. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Ólafur starfaði sem lögmaður og rak eigin lögmannsstofu í Hafnarfirði. Ólafur Eðvarð Rafnsson var formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá árinu 1996 til 2006 en það ár var hann kosinn forseti ÍSÍ. Ólafur var kjörinn forseti FIBA Europe árið 2010. Hann tók í lok síðasta mánaðar við stöðu forseta framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna. Ólafur stundaði sjálfur körfuknattleik um árabil með Haukum og lék m.a. með landsliði Íslands.
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur harmar fráfall góðs félaga og öflugs foringja og vottar fjölskyldu Ólafs sína dýpstu samúð.
|
Miðvikudagur, 19. júní 2013 07:34 |
Um næstu helgi er haldið landsmót STÍ í skeet-haglabyssu á Blönduósi. Mótshadari er skotfélagið Markviss. Við sendum þangað fríðan flokk keppenda eða alls 7 keppendur. Hægt að fylgjast með tölulegum upplýsingum hérna.
|
Sunnudagur, 16. júní 2013 12:28 |
Ellert Aðalsteinsson var að ljúka keppni á heimsbikarmótinu á Kýpur. Hann skaut að þessu sinni 21 22 19 25 21 eða samtals 108 stig. Hann endaði í 71.sæti af 85 keppendum.
|
Þriðjudagur, 11. júní 2013 16:03 |
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 20.júní og hefst hann kl.19:00. Fundarstaður einsog áður er íþróttamiðstöðin í Laugardal salur E á 3ju hæð. Venjuleg aðalfundarstörf.
|
Þriðjudagur, 11. júní 2013 15:49 |
Það verður lokað á Álfsnesi vegna veðurs í dag, vindhraði er 14-22m/sek og ekkert útlit fyrir að gangi niður fyrr en í nótt.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 172 af 296 |