Herrifflakeppni SR á sunnudaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 29. maí 2013 21:15

mosinnagantsniperHerrifflakeppni félagsins verður haldin á sunnudaginn kemur, 2.júní, á svæði félagsins í Álfsnesi. Skotið verður á 100+300 metrum og verðlaun veitt fyrir hvort færi. Nánari upplýsingar á bls.2 í viðburðaskjali  Mæting er kl.10:30 og hefst keppnin svo uppúr kl.11:00. Skráning á staðnum. Um framkvæmd mótsins sjá þeir Jói Vilhjálms, Eiríkur Björns og Kristmundur Skarp. Steinar Einarssson er svo yfirdómari.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting Landsmótsins komin Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 29. maí 2013 17:32

skeet shooter gkg_3262Riðlaskipting Landsmóts STÍ í skeet sem haldið verður á svæði okkar á Álfsnesi um helgina er komin hérna. Alls eru 24 keppendur skráðir til leiks og þar af eru 5 konur að taka þátt.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi tók bronsið í Luxemburg Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 29. maí 2013 16:23

g helgi 2013gkg_58332013 loftriff ka luxGuðmundur Helgi Christensen fékk bronsverðlaun í loftriffli á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg rétt í þessu. Skorið hjá honum endaði í 588,3 + 172,5 í final. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá Írisi í Luxemburg Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 29. maí 2013 09:05

iris 2013 gkg_58352013 loftriff kv luxStelpurnar okkar voru að ljúka keppni í loftrifflinum og komust þær báðar í úrslit. Íris E.Einarsdóttir bætti um betur og setti nýtt Íslandsmet, 398,0 stig! Jórunn Harðardóttir skaut 394,8 stig. Þær urðu í 5. og 6.sæti í undankeppninni. Átta efstu komast áfram í finalinn þar sem skotinn er bráðabani og þar getur allt gerst. Finallinn hefst kl.10:30 að okkar tíma og má fylgjast með honum hérna. Í úrslitunum endaði Íris svo í fimmta sæti og Jórunn í því sjöunda. Annars mjög fínn árangur hjá þeim báðum og framar vonum. Engu munaði að Íris kæmist ofar því hún lenti í að taka bráðabana um að halda áfram í fjórða sæti en missti skot útí níu sem kostaði hana sætið.

AddThis Social Bookmark Button
 
Loftriffilkeppnin í Luxemburg Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 28. maí 2013 22:48

gsse2013.jpgÞá er komið að loftriffilkeppninni á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg. Keppni hefst í fyrramálið kl.08:00 að okkar tíma og verður hægt að fylgjast með hérna. Guðmundur Helgi Christensen keppir í karlaflokki og þær Jórunn Harðardóttir og Íris Eva Einarsdóttir í kvennaflokki. LIVE

AddThis Social Bookmark Button
 
Heimsbikarmótinu var að ljúka í München Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 28. maí 2013 10:03

asgeir_styrkmyndHeimsbikarmótinu í München var að ljúka og hafnaði Ásgeir í 23.sæti af 105 keppendum, sem er auðvitað frábær árangur. Hann skaut 577 stig (97 96 96 94 97 97) sem er samt þó nokkuð frá Íslandsmetinu sem hann setti fyrir skömmu 589 stig. Hann er sem stendur í 22.sæti á heimslistanum í loftskammbyssunni og í 13.sæti á evrópulistanum. Árangur hans er því alveg í takt við stöðu hans því hann varð í 12.sæti af evrópukeppendunum. Ásgeir pakkar nú saman og flýgur til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu sem eru nú staddir á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg. Þar hefst keppni í loftriffli í fyrramálið en í loftskammbyssunni á föstudaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>

Síða 175 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing