Staðan eftir fyrri daginn á Vormótinu í BR Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. maí 2013 16:51

BATRIFLE_01 Þá er fyrri degi lokið á Vormóti SR í Bench Rest skofimi með rifflum á 200 metra færi. Á morgun verður svo keppt á 300 metra færinu. Keppt er með s.k. Heavy Varmint riffllum í grúppu. Eftir daginn er Íslandsmeistarinn Valdimar Long efstur með meðal grúppu 0,3657, annar er Hjörleifur Hilmarsson með 0,4410 og þriðji Bergur Arthursson með 0,4872. Skoða má skorin nánar hérna.  Myndir sem Halldór Nikulásson tók eru hérna.  /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotskýlið opnað kl 14:00 vegna Vormóts SR Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 03. maí 2013 10:06

Athugið að skotskýlið á Álfsnesi er lokað laugardaginn 4. maí milli kl 10:00 og 14:00 vegna Vormóts SR í Benchrest. Almenn opnun í skotskýlinu er frá 14:00 til 18:00. Skeetvellir félagsins eru opnir frá 10:00 til 18:00.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ný Íslandsmet á Christensen mótinu í kvöld Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 02. maí 2013 21:48

christ allir gkg_5953christ riffill 123 gkg_5933 christ skammb 123 gkg_5939Skotfélag Reykjavíkur hélt í kvöld minningarmót um Hans P. Christensen í loftskammbyssu og loftriffli. Það bar helst til tíðinda að Guðmundur Helgi Christensen og Ásgeir Sigurgeirsson bættu Íslandsmet sín . Ásgeir hlaut 589 stig en hann átti gamla Íslandsmetið sem var 586 stig síðan 2009. Guðmundur halut 599,6 stig í loftrifflinum en gamla metið var sett fyrr á árinu.
Í loftskammbyssunni varð Kristína Sigurðardóttir önnur með 553 stig, en karlar og konur kepptu saman að þessu sinni. Í þriðja sæti varð svo Thomas Viderö með 549 stig. Í öðru sæti í loftriffli varð Jórunn Harðardóttir með 593,4 stig og Íris Eva Einarsdóttir þriðja með 590,2 stig. Fjölmennt var á mótinu sem haldið var í Egilshöllinni en 25 keppendur mættu til leiks. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna. /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
Christensenmótið á fimmtudaginn Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 30. apríl 2013 19:56

Fimmtudaginn 2.maí verður Christensen-mótið haldið í Egilshöllinni. Keppendur geta hafið keppni á tímabilinu frá kl.16:00 til 20:00. Keppt er í opnum flokki í loftriffli og loftskammbyssu, 60 skot. Við hvetjum alla til að mæta. Christensen fjölskyldan gefur verðlaun til minningar um Hans P. Christensen sem lést um aldur fram 18.febrúar 1997. Hann var mikill SR maður og var jafnvígur á allar byssur. Hann var ritari stjórnar er hann lést af slysförum á Nýja-Sjálandi. /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í skeet var haldið um helgina Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 30. apríl 2013 16:43

 dagny islm 2012   006Fyrsta landsmót STÍ í skeet-haglabyssu þetta tímabilið var haldið í Hafnarfirði um helgina. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu  STÍ. Íslandsmeistarinn okkar frá 2012 hún Dagný H. Hinriksdóttir vann í kvennaflokki. Í karlaflokki áttum við 4 keppendur og náði þar Guðmundur Pálsson 6.sæti með 94+8 stig í final. Kjartan Örn Kjartansson varð áttundi með 77 stig, Sigtryggur A. Karlsson og Karl F. Karlsson urðu jafnir í 10.-11.sæti með 65 stig.  /gkg

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Vormót SR í Benchrest á 200- og 300 metrum - 4. og 5. maí... Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 29. apríl 2013 09:27

Vormót SR verður haldið næstu helgi, 4. og 5. maí, á Álfsnesi. Skotið verður á 200m og 300m í Grúppum í HV-flokki, samkvæmt reglum IBS. Mótið hefst kl 10:00 báða dagana og er mæting eigi síðar en 09:30. Skotið verðu á 200m á laugardeginum og 300m á sunnudeginum. Mótsgjald er kr. 1500-. Keppendur úr öðrum félögum en SR, er velkomin þátttaka. Veitt verða verðlaun fyrir samanlagðan árangur úr báður færum. Ráðgert er að halda mótið ár hvert hér eftir og hefur Ísnes ehf. gefið veglegan farandbikar fyrir mótið. Skráningarfrestur er til og með fimmtudeginum 2. maí á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  ! /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>

Síða 179 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing