Mánudagur, 31. desember 2012 15:43 |
Stjórn félagsins þakkar þeim fjölmörgu sem komu að starfinu á liðnu ári, svo og þeim einstaklingum sem náðu glæsilegum árangri í skotíþróttum og kepptu fyrir hönd félagsins. Það er fjallað um glæsileg afrek og árangur okkar fólks hér á síðunni og má lesa um þau hér að neðan.
Verkefnin á nýju ári munu einkennast af uppbyggingu skotíþróttarinnar eins og verið hefur undanfarin ár. Enn er mikið verk að vinna...
|
Nánar...
|
|
Mánudagur, 31. desember 2012 10:48 |
Vegna óveðurs á Álfsnesi hefur Áramótunum verið frestað. Skeet mótið verður skotið á morgun, Nýársdag og er mæting kl.10:30. Nánar verður tilkynnt um riffilmótsdag eftir helgi.
|
Laugardagur, 29. desember 2012 22:06 |
Ásgeir Sigurgeirsson fór í dag uppí 20.sæti á lista Alþjóða Skotíþróttasambandsins yfir bestu loftskammbyssuskotmenn í heimi. Hann hlaut einnig viðurkenningu í hófi íþróttafréttamanna og ÍSÍ sem haldið var í kvöld og endaði þar í 8. sæti í kjörinu til Íþróttamanns Ársins 2012.
|
Föstudagur, 28. desember 2012 15:39 |
Vegna slæmrar veðurspár verður lokað á Álfsnesi á morgun, laugardag. Í staðinn notfærum við okkur ákvæði í starfsleyfi og höfum opið á SUNNUDAG 30.des kl. 12-16
|
Fimmtudagur, 27. desember 2012 15:34 |
Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2012 :
Skotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Hann sigraði á flestum þeim mótum sem hann keppti í á árinu hérlendis. Hann varð bæði Íslands-og Bikarmeistari í sínum greinum. Hann keppti í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í London og varð þar í 14.sæti í Loftskammbyssu og í 32.sæti Frjálsri skammbyssu. Hann tók þátt í fjölda alþjóðlegra móta árinu. Hann varð meðal annars í öðru sæti á einu sterkasta mótinu IWK í München í janúar. Einnig hafnaði hann í 22.sæti á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi í febrúar og í 23.sæti á Heimsbikarmótinu í München í lok maí. Ásgeir er nú í lok desember í 21.sæti á heimslistanum í Loftskammbyssunni og í 47.sæti í Frjálsri skammbyssu. Á Evrópulistanum er hann í 14.sæti í Loftskammbyssu og í 29.sæti í Frjálsri skammbyssu.
Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Jórunn er jafnvíg á riffil og skammbyssu. Hún varð Íslandsmeistari í Loftriffli, Loftskammbyssu, Staðlaðri skammbyssu og enskum riffli. Einnig varð hún Reykjavíkurmeistari í Loftskammbyssu. Hún setti Íslandsmet í Loftskammbyssu 374 stig og í enskum riffli með final 673,5 stig. Einnig jafnaði hún Íslandsmetið í Loftriffli 383 stig.
|
Mánudagur, 24. desember 2012 18:06 |
Stjórn félagsins óskar félagsmönnum Gleðilegra Jóla.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 185 af 291 |