Fimmtudagur, 14. febrúar 2013 14:36 |
Við ætlum að gera tilraun til að hafa opið á skotsvæðinu á Álfsnesi eingöngu fyrir félagsmenn með greidd árgjöld, greidd ársæfingagjöld, greidd klippikort og haglabúnt þegar við á.
Nefndarmenn okkar munu taka þetta að sér og stýra, og eru fyrstu dagarnir þegar komnir á dagskrá.
Opið verður á morgun föstudaginn 15.febrúar á bæði hagla-og riffilsvæðinu frá kl. 13 til 18 og verður Gunnar Sigurðsson æfingastjóri.
Miðvikudaginn 20.febrúar verður riffilbaninn opinn frá kl.13 til 16 og er Hjálmar Ævarsson æfingastjóri. Svæðið opnar þann dag fyrir almennar æfingar kl.16.
Við reynum að bæta þessum æfingadögum inná opnunartímaplanið jafnóðum og þeir skýrast.
|
|
Miðvikudagur, 13. febrúar 2013 10:27 |
Reykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli fer fram í Egilshöllinni í dag. Mótið hefst kl.16 en keppendur geta mætt frá kl.16 og hafið keppni alveg til kl.19:30.
|
Þriðjudagur, 12. febrúar 2013 07:39 |
Í gærkvöldi héldum við súperfínal, eða bráðabanaúrslit í loftskammbyssu og loftriffli í Egilshöllinni. Alls mættu 18 keppendur í mótið sem stóð yfir frá 19-21:30. Úrslitin urðu nokkuð eftir bókinni en Ásgeir Sigurgeirsson sigraði, Thomas Viderö varð annar og Jórunn Harðardóttir þriðja.

|
Mánudagur, 04. febrúar 2013 20:06 |
Í tilefni nýrra úrslitareglna ISSF ætlum við að halda sérstaka útgáfu af úrslitakeppni í loftskammbyssu og loftriffli mánudaginn 11.febrúar n.k. og hefst keppnin kl.19:30. Fyrirkomulag er þannig að 16 keppendur hefja keppni með því að skjóta tveimur skotum á skífu. Talið verður úr þeim og sá sem á versta skorið fellur úr leik. Haldið verður svo áfram og skotið tveimur skotum á skífu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Keppnin er opin öllum áhugasömum félögum SR og eins utanfélagsmönnum, sem eru boðnir sérstaklega velkomnir. Keppnisgjald er í boði SR. Áhugasamir eru beðnir að staðfesta þátttöku með tölvupósti á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
tímanlega til að flýta fyrir uppsetningu mótsins.
|
Miðvikudagur, 30. janúar 2013 17:20 |
Þær ánægjulegu fréttir bárust okkur í dag að skammbyssuskyttan okkar hann Ásgeir Sigurgeirsson er kominn með A-styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ en hann nemur 200þús kr. á mánuði næstu 12 mánuðina. Nánar má lesa um þetta á heimasíðu ÍSÍ. Við SR-félagar óskum Ásgeiri hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna og hvetjum hann til frekari afreka í framtíðinni.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 186 af 296 |