Laugardagur, 12. janúar 2013 17:43 |
Okkar menn voru að klára að laga battana á 100 og 200 metrunum á Álfsnesi. Þeir eru því tilbúnir í slaginn um næstu helgi.
|
|
Fimmtudagur, 10. janúar 2013 17:12 |
Tilkynnt var um val á Íþróttamanni Reykjavíkur fyrir stundu í hófi sem Borgarstjóri og Íþróttabandalag Reykjavíkur buðu til í Höfða. Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Fjölni varð fyrir valinu að þessu sinni og er gullverðlaunahafinn frá Ólympíuleikum fatlaðra vel að sæmdarheitinu kominn. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með titilinn. Okkar maður, Ásgeir Sigurgeirsson, var í hópi 10 útvaldra íþróttamanna Reykjavíkur sem hlutu einnig viðurkenningu fyrir árangur sinn á árinu. /gkg
|
Fimmtudagur, 10. janúar 2013 11:13 |
Riðlaskiptingin á landsmótinu á laugardaginn er nú komin hérna.
|
Miðvikudagur, 09. janúar 2013 10:23 |
Á laugardaginn verður haldið landsmót í loftskammbyssu og loftriffli. Mótið fer fram í Digranesi í Kópavogi og eru 8 keppendur úr SR skráðir til leiks, 5 karlar og 3 konur.
|
Sunnudagur, 06. janúar 2013 17:39 |
Áramót okkar í riffilskotfimi var haldið í dag og eru úrslitin hér. Valdimar Long SR sigraði, Egill Steingrímsson SA varð annar og Jóhannes G. Kristjánsson SR þriðji. Fullt af myndum frá mótinu hjá Halldóri Nikulássyni hérna. /gkg
|
Fimmtudagur, 03. janúar 2013 17:23 |
Áramótið verður haldið á Þrettándanum, sunnudaginn 6.janúar n.k. Keppendur mæti kl.11:00 en keppni hefst kl.12:00. Menn geta enn skráð sig með tölvupósti á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
en skráningar sem þegar höfðu borist eru í fullu gildi.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 184 af 291 |