Heilbrigðiseftirlitið kom í skoðun Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:06

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar kom í árlega skoðun á svæði félagsins í síðustu viku. Starfsemi félagsins er í fínu lagi og umgengni á svæðinu einsog krafist er. Engin breyting verður á tímasetningum á opnunartímum félagsins, enda stífar tímareglur í starfsleyfi félagsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Staðlaðri skammbyssu á morgun Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 30. nóvember 2012 20:59

leonid free pistolLandsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu verður haldið í aðstöðu Skotfélags Kópavogs í Digranesi á morgun, laugardag, og hefst það kl.10:00. Við eigum þar 7 keppendur, 5 í karlaflokki og 2 í kvennaflokki. Við óskum þeim góðs gengis.

AddThis Social Bookmark Button
 
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 22. nóvember 2012 15:37

stod2 22nov12Umfjöllun og viðtal við framkvæmdastjórann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um skammbyssur og vopnalagafrumvarp Innanríkisráðherra. Þátturinn er hérna en viðtalið byrjar á mínútu 14:20

AddThis Social Bookmark Button
 
Nýju ISSF reglurnar að koma út Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 21. nóvember 2012 19:28

Búið er að samþykkja nýju reglurnar hjá ISSF og verða þær aðgengilegar næstu daga. Í skeet breytist röðin á hringnum þannig að á palli 4 eru bara skotnar stöku dúfurnar en eftir pall 7 er farið á pall 4 og þar skotin bæði dobblin og svo farið á pall 8 og klárað. Í final fara 6 efstu úr aðalkeppninni og byrja á núlli. Skotin eru tvö dobbl á palli 3,4,5 og 4 eða alls 16 dúfur. Sæti 5 og 6 detta þá út og sæti 3 og 4 keppa um bronsið og síðan sæti 1 og 2 um gullið. Einnig er ekki leyfilegt að lyfta byssu fyrir hring nema á palli 1 með leyfi dómara ! 

Nýju reglurnar í loftbyssunni eru helst þannig að skottíminn er styttur í 1 klst og 15 mínútur í karlaflokki og 50 mínútur í kvennaflokki. Við þennan tíma bætast 15 mínútur ef ekki er skotið á elektrónísk skotmörk. Í final fara 8 efstu eftir undnakeppnina og byrja þar á núlli ! Næst eru skotnar tvær 3 skota hrinur og er hver hrina 150 sekúndur. Því næst eru skotnar tveggja skot hrinur, hver þeirra í 50 sekúndur. Áttunda sæti er ákveðið eftir 8 skot og fellur þar út. Því næst eru skotin tvö skot og sjöunda sæti detur þar út og svo koll af kolli þar til brons silfur og gull sætið liggur fyrir!

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn jafnaði Íslandsmetið í loftriffli Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. nóvember 2012 15:02

2012 loftbyssa landsmot 17novjorunn helgi 171112gkgasgJórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði í dag Íslandsmetið í loftriffli, 383 stig en Íris Eva Einarsdóttir SR varð önnur með 359 stig . Jórunn sigraði einnig í loftskammbyssu með 364 stig, önnur varð Inga Birna Erlingsdóttir SR með 333 stig og Laufey Gísladóttir SKA þriðja með 305 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson 579 stig, annar varð Thomas Viderö SFK 570 stig og Stefán Sigurðsson SFK þriðji 537 stig. í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með þá Ásgeir, Guðmund Kr.Gíslason og Jón Arna Þórisson innanborðs með 1622 stig en sveit Skotfélags Kópavogs varð í öðru sæti með 1612 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 571 stig og í öðru sæti varð Sigfús Tryggvi Blumenstein einnig úr SR með 528 stig. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
HERRIFFLAMÓT 2013 Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 16. nóvember 2012 13:27

  schmidt rubin k31Vegna mikils áhuga manna á gömlum herrifflum, óskar félagið eftir félagsmönnum sem eru tilbúnir að taka að sér að halda HERRIFFLAMÓT á næsta ári. Stefnt er að því að þeir verði að vera framleiddir fyrir árið 1960 til að verða löglegir í keppnina. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að setja sig í samband við framkvæmdastjóra og eins í tölvupósti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>

Síða 184 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing