Miðvikudagur, 09. janúar 2013 10:23 |
Á laugardaginn verður haldið landsmót í loftskammbyssu og loftriffli. Mótið fer fram í Digranesi í Kópavogi og eru 8 keppendur úr SR skráðir til leiks, 5 karlar og 3 konur.
|
|
Sunnudagur, 06. janúar 2013 17:39 |
Áramót okkar í riffilskotfimi var haldið í dag og eru úrslitin hér. Valdimar Long SR sigraði, Egill Steingrímsson SA varð annar og Jóhannes G. Kristjánsson SR þriðji. Fullt af myndum frá mótinu hjá Halldóri Nikulássyni hérna. /gkg
|
Fimmtudagur, 03. janúar 2013 17:23 |
Áramótið verður haldið á Þrettándanum, sunnudaginn 6.janúar n.k. Keppendur mæti kl.11:00 en keppni hefst kl.12:00. Menn geta enn skráð sig með tölvupósti á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
en skráningar sem þegar höfðu borist eru í fullu gildi.
|
Mánudagur, 31. desember 2012 15:43 |
Stjórn félagsins þakkar þeim fjölmörgu sem komu að starfinu á liðnu ári, svo og þeim einstaklingum sem náðu glæsilegum árangri í skotíþróttum og kepptu fyrir hönd félagsins. Það er fjallað um glæsileg afrek og árangur okkar fólks hér á síðunni og má lesa um þau hér að neðan.
Verkefnin á nýju ári munu einkennast af uppbyggingu skotíþróttarinnar eins og verið hefur undanfarin ár. Enn er mikið verk að vinna...
|
Nánar...
|
Mánudagur, 31. desember 2012 10:48 |
Vegna óveðurs á Álfsnesi hefur Áramótunum verið frestað. Skeet mótið verður skotið á morgun, Nýársdag og er mæting kl.10:30. Nánar verður tilkynnt um riffilmótsdag eftir helgi.
|
Laugardagur, 29. desember 2012 22:06 |
Ásgeir Sigurgeirsson fór í dag uppí 20.sæti á lista Alþjóða Skotíþróttasambandsins yfir bestu loftskammbyssuskotmenn í heimi. Hann hlaut einnig viðurkenningu í hófi íþróttafréttamanna og ÍSÍ sem haldið var í kvöld og endaði þar í 8. sæti í kjörinu til Íþróttamanns Ársins 2012.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 189 af 296 |