Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:15 |
Höfum fengið fjölda fyrirtækjahópa í heimsókn undanfarna daga og tölvuverður fjöldi er búinn að bóka tíma á næstu dögum og vikum. Vorum með góðan hóp í Egislhöllinni í dag og fáum mikinn fjölda um helgina.
|
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:12 |
Við fengum Alþingismenn í heimsókn í gær og voru þeim kynnt starfsemi félagsins. Kynningin var í tilefni fyrirliggjandi Vopnalagafrumvarps. Reiknum við með fleiri heimsóknum á næstu dögum og vikum í tengslum við frumvarpið.
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:06 |
Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar kom í árlega skoðun á svæði félagsins í síðustu viku. Starfsemi félagsins er í fínu lagi og umgengni á svæðinu einsog krafist er. Engin breyting verður á tímasetningum á opnunartímum félagsins, enda stífar tímareglur í starfsleyfi félagsins.
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 20:59 |
Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu verður haldið í aðstöðu Skotfélags Kópavogs í Digranesi á morgun, laugardag, og hefst það kl.10:00. Við eigum þar 7 keppendur, 5 í karlaflokki og 2 í kvennaflokki. Við óskum þeim góðs gengis.
|
Fimmtudagur, 22. nóvember 2012 15:37 |
Umfjöllun og viðtal við framkvæmdastjórann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um skammbyssur og vopnalagafrumvarp Innanríkisráðherra. Þátturinn er hérna en viðtalið byrjar á mínútu 14:20
|
Miðvikudagur, 21. nóvember 2012 19:28 |
Búið er að samþykkja nýju reglurnar hjá ISSF og verða þær aðgengilegar næstu daga. Í skeet breytist röðin á hringnum þannig að á palli 4 eru bara skotnar stöku dúfurnar en eftir pall 7 er farið á pall 4 og þar skotin bæði dobblin og svo farið á pall 8 og klárað. Í final fara 6 efstu úr aðalkeppninni og byrja á núlli. Skotin eru tvö dobbl á palli 3,4,5 og 4 eða alls 16 dúfur. Sæti 5 og 6 detta þá út og sæti 3 og 4 keppa um bronsið og síðan sæti 1 og 2 um gullið. Einnig er ekki leyfilegt að lyfta byssu fyrir hring nema á palli 1 með leyfi dómara !
Nýju reglurnar í loftbyssunni eru helst þannig að skottíminn er styttur í 1 klst og 15 mínútur í karlaflokki og 50 mínútur í kvennaflokki. Við þennan tíma bætast 15 mínútur ef ekki er skotið á elektrónísk skotmörk. Í final fara 8 efstu eftir undnakeppnina og byrja þar á núlli ! Næst eru skotnar tvær 3 skota hrinur og er hver hrina 150 sekúndur. Því næst eru skotnar tveggja skot hrinur, hver þeirra í 50 sekúndur. Áttunda sæti er ákveðið eftir 8 skot og fellur þar út. Því næst eru skotin tvö skot og sjöunda sæti detur þar út og svo koll af kolli þar til brons silfur og gull sætið liggur fyrir!
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 188 af 291 |