Þriðjudagur, 12. febrúar 2013 07:39 |
Í gærkvöldi héldum við súperfínal, eða bráðabanaúrslit í loftskammbyssu og loftriffli í Egilshöllinni. Alls mættu 18 keppendur í mótið sem stóð yfir frá 19-21:30. Úrslitin urðu nokkuð eftir bókinni en Ásgeir Sigurgeirsson sigraði, Thomas Viderö varð annar og Jórunn Harðardóttir þriðja.
|
|
Mánudagur, 04. febrúar 2013 20:06 |
Í tilefni nýrra úrslitareglna ISSF ætlum við að halda sérstaka útgáfu af úrslitakeppni í loftskammbyssu og loftriffli mánudaginn 11.febrúar n.k. og hefst keppnin kl.19:30. Fyrirkomulag er þannig að 16 keppendur hefja keppni með því að skjóta tveimur skotum á skífu. Talið verður úr þeim og sá sem á versta skorið fellur úr leik. Haldið verður svo áfram og skotið tveimur skotum á skífu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Keppnin er opin öllum áhugasömum félögum SR og eins utanfélagsmönnum, sem eru boðnir sérstaklega velkomnir. Keppnisgjald er í boði SR. Áhugasamir eru beðnir að staðfesta þátttöku með tölvupósti á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
tímanlega til að flýta fyrir uppsetningu mótsins.
|
Miðvikudagur, 30. janúar 2013 17:20 |
Þær ánægjulegu fréttir bárust okkur í dag að skammbyssuskyttan okkar hann Ásgeir Sigurgeirsson er kominn með A-styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ en hann nemur 200þús kr. á mánuði næstu 12 mánuðina. Nánar má lesa um þetta á heimasíðu ÍSÍ. Við SR-félagar óskum Ásgeiri hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna og hvetjum hann til frekari afreka í framtíðinni.
|
Miðvikudagur, 30. janúar 2013 10:54 |
Hér má sjá helstu viðburði á svæðum félagsins á árinu 2013.
|
Laugardagur, 26. janúar 2013 18:35 |
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti á föstudag og laugardag á IWK í Munchen. Þetta er talið sterkasta mót sem er haldið utan mótaraða ISSF (Alþjóða Skotíþróttasambandsins) og ESC. Ásgeir tók þátt í tveimur mótum. Fyrra mótið var á föstudag og það síðara í dag laugardag.
Í dag skaut Ásgeir sig inn í úrslit með 583. stigum og endaði í 6. Sæti. Frábær árangur hjá honum. Hann lenti í 19. sæti með 577 stig í fyrra mótinu sem haldið var á föstudaginn.
|
Fimmtudagur, 24. janúar 2013 15:51 |
Í Riffilnefnd félagsins sitja: Bergur Arthúrsson, Sigurður Hallgrímsson, Arnbergur Þorvaldsson, Jóhannes G. Kristjánsson, Hjálmar Ævarsson og Kjartan Friðriksson. Formaður nefndarinnar er Bergur Arthúrsson. Nánari verkaskipting verður kynnt síðar.
Stjórnin.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 182 af 291 |