Þriðjudagur, 04. desember 2012 20:37 |
Skráningu keppenda á Landsmót STÍ í enskum riffli um næstu helgi, lýkur í kvöld.
|
|
Mánudagur, 03. desember 2012 11:16 |
Karl Kristinsson úr SR sigraði í karlaflokki á Landsmóti STÍ sem haldið var á laugardaginn í Kópavogi. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR. Nánari úrslit eru aðgengileg á heimasíðu STÍ.
|
Mánudagur, 03. desember 2012 11:15 |
Stjórn félagsins sendi inn athugasemdir við framlagt vopnalagafrumvarp Innanríkisráðherra og má lesa þær hérna. Eins hefur fjöldi athugasemda frá öðrum félögum og stofnunum borist Alþingi vegna málsins og eru þær aðgengilegar á síðu þingsins hérna. ....
|
Sunnudagur, 02. desember 2012 15:13 |
Mótunum lokið í Þýskalandi niðurstaðan var að SV Groß und Kleinkaliber tapaði 3-2 í fyrra mótinu og eins í seinna mótinu. Ásgeir Sigurgeirsson vann sínar viðureignir skorið hjá honum í fyrra mótinu var 381 og 387 í seinna mótinu.
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:39 |
Einsog ávallt síðustu áratugi er starfsemi á útisvæði félagsins takmarkað yfir vetrartímann. Keppnistímabili útigreina er lokið og hefst það starf ekki fyrr en í vor. Við verðum með opið á laugardögum í allan vetur en minnum skotmenn á að í Egilshöllinni er opið í allan vetur. Við minnum félagsmenn okkar á félaga okkar í nágrannasveitarfélögunum, einsog t.d. í Skotdeild Keflavíkur og í Skotíþróttafélagi Suðurlands ef menn vilja skjóta utan opnunartíma hjá okkur, þó um langan veg sé að fara. Birtu er nú farið að bregða ansi snemma og því virkir dagar birtuskertir og eins eru Sunnudagarnir ekki leyfðir hjá okkur. Hvort við fáum heimild til að nýta Sunnudagana í náinni framtíð er undir Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar komið og ekki tímabært að fjalla um það á þessum vettvangi.
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:16 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppir í Þýsku deildinni um helgina. Hann fer utan í fyrramálið og tekur æfingar á morgun. Síðan keppir hann í tveimur keppnum á sunnudeginum. Stjórn, fyrir hönd ALLRA félagsmanna, óskar honum alls hins besta í keppni við þá bestu.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 187 af 291 |