Íris Eva sló Íslandsmetið í Loftriffli Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 08. febrúar 2012 22:43


iriseva2012Á Reykjavíkurmótinu sem var haldið í Egilshöllinni í dag setti Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í loftriffli 383 stig af 400 mögulegum !  Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen SR með 559 stig og Sigfús Tryggvi Blumenstein SR varð annar með 522 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson SR með 585 stig en Íslandsmet hans er 586 stig ! Í öðru sæti varð Tómas Viderö SFK með 569 stig og Gunnar Þór Hallbergsson SR varð þriðji með 546 stig. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir SR með 371 stig, önnur varð Kristína Sigurðardóttir SR með 362 stig og í þriðja sæti Berglind Björgvinsdóttir SKA með 346 stig. /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurmót í loftgreinum á miðvikudag Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 06. febrúar 2012 20:13

Reykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli verður haldið í Egilshöllinni miðvikudaginn 8.febrúar. Hefja má keppni milli kl. 16:00-20:00. Lokað er fyrir almennar æfingar í Egilshöll, bæði í loft og púðursalnum.

 

 

AddThis Social Bookmark Button
 
ÍSÍ 100 ára Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 28. janúar 2012 18:58

isi_afmaelismerki_w250Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ, fagnar 100 ára afmæli sínu 28. janúar 2012 en sambandið var stofnað þann dag í Bárubúð árið 1912.  Alls mættu 25 fulltrúar frá sjö félögum á stofnfund sambandsins en það voru fulltrúar frá Reykjavíkurfélögunum Glímufélaginu Ármanni, Íþróttafélaginu Kára, Íþróttafélagi Reykjavíkur, Knattspyrnufélaginu Fram, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, Umf. Reykjavíkur og Umf. Iðunni. Að auki var á fundinum lögð fram ósk frá fimm félögum í viðbót að gerast stofnfélagar sambandins.  það voru félögin Skautafélag Reykjavíkur, Sundfélagið Grettir og Akureyrarfélögin Íþróttafélagið Grettir, Glímufélagið Héðinn og Umf. Akureyrar.  Axel Tulinius var kosinn fyrsti forseti ÍSÍ.

Á afmælisdaginn sjálfan ætlar ÍSÍ að halda hátíðarfund framkvæmdastjórnar í fundarsalnum Bárubúð í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Að honum loknum mun ÍSÍ bjóða boðsgestum til móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur.   Á afmælisárinu verða fjölmargir viðburðir á dagskrá, bæði viðburðir sem ÍSÍ stendur fyrir en einnig viðburðir sem verða skipulagðir af sambandsaðilum ÍSÍ um land allt eða í samstarfi við sambandsaðila og aðildarfélög þeirra.

ÍSÍ er síungt samband  og framtíðin er björt hjá íslenskri íþróttahreyfingu.  ÍSÍ óskar íþróttahreyfingunni og landsmönnum öllum til hamingju með 100 ára afmælið.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir einu stigi frá úrslitum í dag ! Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 28. janúar 2012 14:07

Ásgeir endaði mótið í dag á 579 stigum og var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslit. Frábær árangur hjá honum á þessum tveimur mótum í Þýskalandi og vonandi að það efli hann fyrir átökin á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi í febrúar. Skorið var alveg frábært í dag, 95 97 100 98 96 93 og 22x-tíur. Hann endaði í 13.sæti á þessu gríðarsterka móti en keppendur voru alls 83 talsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
Opið á Álfsnesi í dag 12-16 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 28. janúar 2012 12:00

Það er opið á Álfsnesi í dag hjá okkur í dag til kl. 16.  Lokað í Egilshöllinni

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir með silfur í München !!! Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 27. janúar 2012 17:31
gkg_1319Ásgeir Sigurgeirsson náði silfurverðlaunum  á stórmótinu IWK í München í Þýskalandi í dag. Hann skaut frábærlega í úrslitunum með 101,7 stig + 583 í undankeppninni og endaði því með 684,7 stig. Sigurvegarinn varð Oleg Omelchuk frá Úkraínu var með 687.2 stig en hann er í 7.sæti á heimslistanum, Andrija Zlatic frá Serbíu varð í 3ja sæti með 684,3 stig en hann er í öðru sæti á heimslistanum. Það verður gaman að sjá hvað Ásgeir gerir svo á mótinu á morgun. Í 4.sæti varð Yusuf Dikec frá Tyrklandi sem er í 3.sæti á heimslistanum, fimmti varð Juraj Tuzinsky frá Slóvakíu sem er í 20.sæti heimslistans, Ivan Bidnyak frá Úkraínu varð sjötti en hann er í 18.sæti listans, Damir Mikec frá Serbíu varð sjöundi en hann er í 14.sæti heimslistans og Tomoyuki Matsuda frá Japan varð svo í áttunda sæti en hann er í 4.sæti heimslistans. Ásgeir er sem stendur í 63.sæti listans í loftskammbyssu. Þess má einnig geta að allir keppinautar Ásgeirs í úrslitunum eru búnir að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London í ágúst ! /gkg /
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>

Síða 214 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing