Fimmtudagur, 05. janúar 2012 08:44 |
Í gærkvöldi fór fram innanfélagsmót í Staðlaðri skammbyssu, 30-skota keppni, í Egilshöllinni. Hannes Tómasson sigraði með 279 stig, Jórn Árni þórisson varð annar með 275 og í þriðja sæti hafnaði Karl Kristinsson á 274 stigum.
|
|
Mánudagur, 02. janúar 2012 14:01 |
Úrslit í Áramótinu í riffli kominn hérna.
|
Laugardagur, 31. desember 2011 21:50 |
Stjórn félagsins þakkar félagsmönnum samstarfið á liðnu ári og frábært framlag þeirra einstaklinga sem lagt hafa hönd á plóginn við starfið í félaginu við hin ýmsu verkefni sem unnin hafa verið á árinu.
Það hefur oft verið nefnt hér á síðunni undanfarin ár að félagsstarfið gangi ekki upp nema með aðkomu félagsmanna sjálfra í hinum ýmsu verkefnum.
Það er mikilvægt að nefna þetta hér enn og aftur, vegna þeirra margvíslegu verkefna sem bíða félagsins á nýju ári, sem þarfnast starfskrafta félagsmanna ekki síður nú en oft áður.
Starfið í Egilshöllinni hefur gengið frábærlega vel á síðasta ári og árum,........
|
Nánar...
|
Laugardagur, 31. desember 2011 16:55 |
Þá er Áramótinu lokið á Álfsnesi. Keppt var í skeet og riffli. Í skeet sigraði Örn Valdimarsson á 69+2 eftir bráðabana við Þorgeir Má Þorgeirsson. Þriðji varð Gummi P á 53. Í BR-riffli sigraði Bergur Arthúrs með 9.02mm, Daníel í 2.sæti með 16.56 og þriðji Siggi Hallgríms á 19.04. í breyttum rifflum Andri Snær með 10.61mm, 2.Þórir Mag. með 16.09 og þriðji Siggi E. með 16.35. Í óbreyttum Jóhann A.Kristjánsson með 20,17, annar Hilmir Valsson með 20.90 og þriðji Guðmundur Friðriksson á 27.87. Nánari úrslit munu birtast hér eftir áramót. Nokkrar myndir eru komnar hérna. /gkg
|
Föstudagur, 30. desember 2011 21:17 |
Mokstri inná svæðið okkar á Álfsnesi er að ljúka og því fært öllum í fyrramálið. Einn af okkar ágætu félagsmönnum tók af skarið og skellti sér uppeftir og mokaði veginn í kvöld ! /gkg
|
Föstudagur, 30. desember 2011 13:14 |
Það verður lokað á Álfsnesi í dag vegna veðurs og færðar !!
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 217 af 291 |